Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 59
ÆVIMINNINGAR
59
hún kom heim.6 Hin fósturdóttirin7 tók
barnið að sér, en svo fór, að það kom í
minn hlut að ala það upp ásamt Páli.
Þetta var tveggja ára stúlka og heitir
Helen Soffía Leósdóttir.8 Hún fékk sama
uppeldi og börn mín, var tekin sem eitt
af þeim. Sama er að segja um mín börn,
þau nutu sama ástríkis hjá Páli eins og
þau væru hans börn og þeim þótti öllum
vænt um hann. Við Páll lifðum saman
í farsælu hjónabandi í 16 ár. Hann
andaðist 21. maí 1969. Síðasta árið lá
hann á Landakotsspítala. Ég hafði þá
heilsu til að vera hjá honum daglega.
Ég var nú orðin 73 ára gömul og
ekkja í annað sinn. Við Páll höfðum
gengið þannig frá fjármálum okkar, að
fósturdætur hans erfðu hann og mín börn
6 Soffía Pétursdóttir (2. 9. 1925–6. 9. 1951). Foreldrar hennar voru Pétur Jónsson (1892–1964) frá Valadal og
Þórunn Sigurhjartardóttir (1890–1930).
7 María Antonsdóttir (1929–2001), fædd á Hofsósi. Foreldrar hennar voru Anton Guðmundsson (1896–
1962) frá Bræðraá, húsgagnasmiður á Siglufirði, og Marta Friðriksdóttir (1904–1941).
8 F. 22. 4. 1951.
Fjölskyldumynd tekin við brúðkaup Valgerðar og Páls Sigurðssonar læknis. Sitjandi frá vinstri:
Jórunn með dótturina Önnu Theodóru Rögnvaldsdóttur, Páll, Valgerður, Kristín Jónsdóttir
í Baldursbrá með dóttur Jódísar, Valgerði Ólafsdóttur. Standandi frá vinstri: Ólafur Jóhann
Sigurðsson rithöfundur, maður Önnu, Anna Jónsdóttir, Ólafur Magnússon maður Jódísar,
Sigurður, Jódís, Rögnvaldur Ólafsson maður Jórunnar, María Antonsdóttir fósturdóttir Páls
læknis, Árni og kona hans Sigurlaug Jónsdóttir.
Einkaeign.