Skagfirðingabók - 01.01.2014, Qupperneq 60
SKAGFIRÐINGABÓK
60
mig, en ég gat þó búið á Hávallagötunni
meðan ég lifði, ef ég óskaði þess. Húsið á
Hávallagötunni var stórt og þar að auki
var þar fallegur garður, sem þarfnaðist
mikillar umhirðu. Ég var farin að þreytast
og heilsan ekki söm og áður. Ég kaus því
að flytja aftur í Suðurgötuna.
Búinu var skipt og Sigurður sonur
minn, sem átti aðra hæðina í Suðurgötu
15, keypti húsið á Hávallagötunni og
lét sína hæð upp í kaupin. Helen Soffía
fékk hæðina í sinn hlut, en María, eldri
fósturdóttirin, kjallarann á Hávallagöt-
unni (en þar var íbúð), ásamt peninga-
greiðslu.
Við Helen Soffía fluttum í Suður-
götuna á hennar hæð. Hún var þá ófrísk 17
ára gömul og eignaðist á aðfangadag 1968
dóttur, sem var skírð Kristín. Unnusti
Soffíu9 lést, þegar barnið var á fyrsta ári,
og hún fékk vinnu í Tryggingastofnun
ríkisins. Ég hafði barnið meðan Soffía var
í vinnu, þangað til það hafði aldur til að
fara á dagheimili, en það tók ár að koma
því þar inn.
Ég hafði hætt að reka prjónastofuna
meðan ég var gift Páli, en Anna dóttir
mín tók við henni og hún er nú á hennar
nafni. Prjónastofan gengur eins vel eða
betur síðan Anna tók við henni, alltaf
nóg sala, en allt auðveldara, því að nú
fæst garn, sem ég hafði aldrei meðan ég
rak hana, fyrr en á allra seinustu árum.
Svo eru prjónavélarnar nú reknar með
rafmagni, sem sparar vinnufólk. Anna býr
enn á efstu hæðinni með manni sínum og
yngra syni.
Árið 1974 giftist Helen Soffía traust-
um manni, Jakobi Ólafssyni, og á með
honum dreng, sem nú er eins árs og heitir
Páll. Ég var hjá þeim fyrst í stað, en flutti
síðan niður á fyrstu hæð til að losna við
stigagöngu, því að ég var mjög þjáð í
fótunum.
Á meðan Páll lifði, kom Sveinn bróðir
minn eitt sinn sem oftar í heimsókn til
okkar á Hávallagötuna, og Páll spurði
hann þá, hvort honum fyndist ég ekki hafa
staðið mig vel. Sveinn leit þá stríðnislega á
mig og svaraði: „Læknarnir hafa nú alltaf
séð fyrir henni.“ Mér fannst þetta fráleitt,
en samt rifjaðist þetta upp fyrir mér,
þegar ég kynntist læknisþjónustunni hér
í bæ eftir lát Páls. Ég hafði um tíma engan
heimilislækni eftir að Páll dó. Hann var
9 Magnús Magnússon (1949–1970), frá Ísafirði, iðnskólanemi Reykjavík.
Helen Soffía Leósdóttir, fósturdóttir Páls Sig-
urðssonar og Valgerðar.
Einkaeign.