Skagfirðingabók - 01.01.2014, Blaðsíða 61
ÆVIMINNINGAR
61
góður læknir og lagði sig allan fram til
þess að ég þyrfti aldrei að fara á spítala, en
því er ég mjög fráhverf.
Jón, fyrri maður minn, bjargaði mér
á sínum tíma, þegar ég hafði fengið
blóðtappa í lungu eftir barnsburð. Ég fékk
kransæðastíflu meðan ég var gift Páli, sem
ég komst yfir með hjálp hans og annarra
lækna, sem hann kallaði til að athuga mig
líka. Ég hafði líka æðaþrengsli og Páll lét
mig hafa Nitrong, sem ég nota daglega.
Eftir að Páll dó, fékk ég æðabólgu í
fæturna og kvalir í annan fótinn. Ég frétti
um skurðlækni, sem væri sérlega fær á
þessu sviði. Ég fór til hans og hann losaði
mig við þessar æðar í fætinum, sem höfðu
kvalið mig, og ég hafði frið um tíma.
Svo fór eins með hinn fótinn. Ég, í
minni fáfræði um kerfið, hafði mikið
fyrir því að ná tali af þessum skurðlækni,
sem var ósköp elskulegur og lofaði að
taka mig eins fljótt og hann gæti. Ég
talaði síðan við hann annað slagið, og
hann lofaði öllu fögru; þegar slysavaktin
væri úti, gæti hann tekið mig. Það tók
heilt ár að bíða eftir þessu og biðinni
lauk ekki fyrr en Þorgeir Gestsson kom
til skjalanna, en hann var svo elskulegur
að vera heimilislæknir minn, þó að hann
væri búinn að fylla hjá sér af sjúklingum.
Þorgeir kom mér strax inn á slysavakt, en
þá var skurðlæknirinn farinn í sumarfrí,
án þess að gera neitt til að hjálpa mér.
Svo bregðast krosstré sem önnur tré,
hugsaði ég bara þegar stúlkan hringdi í mig
og sagði að nú fengi ég pláss á spítalanum.
Ég vissi að skurðlæknirinn var farinn og
spurði hver ætti að skera mig upp. Hún
sagði að aðstoðarlæknirinn gerði það. Ég
var lengi á báðum áttum, því að ég hafði
ekki trú á öðrum en þeim, sem gerði fyrri
aðgerðina, síst ungum lækni, en þorði
ekki annað en að taka þessu og allt gekk
vel, þessi ungi læknir var vel fær um að
gera þetta. En lengi kvaldi mig hræðslan
við að kannski hefði aðgerðin mistekist.
Já, kerfið, ég vissi það seinna, að
heimilislæknir þurfti að gefa tilvísun, en
ég hafði engan heimilislækni þá og hélt
að þetta væri rétta leiðin, að fara beint til
skurðlæknisins. Þegar ég hitti hann aftur
eftir sumarfríið, en þá kom hann til að
athuga fótinn, sem reyndar var í lagi, fékk
hann sinn skammt af vanþóknun minni á
framkomu hans að lofa því, sem hann ekki
stóð við. Ef hann hefði sagt strax, að hann
ætlaði ekki að gera þetta, hefði ég leitað
annað en ekki kvalist í heilt ár. Ég man
ekki hvað ég rausaði, en ég var reglulega
reið. Læknarnir hlustuðu á og enginn
Páll Sigurðsson læknir.
Einkaeign.