Skagfirðingabók - 01.01.2014, Síða 72
SKAGFIRÐINGABÓK
72
Hraun og Hólakot á 20 hundruð hvor,
Syðri-Brekka á 16 hundruð, Ytri-Brekka
á 30 hundruð og Garðshorn á 10
hundruð. Samtals eru þetta 176 hundruð
í jörðum. Í erfðaskránni ánafnaði Hrafn
Þórunni jörðina Krossavík í Vopnafirði.36
Ekki er tilgreint virði Krossavíkur í
testamentisbréfinu, en í Jarðatali á Íslandi
frá 1847 er jörðin skráð á 50 hundruð.37
Enn er að telja, að í virðingargerðinni
23. nóvember 1528, fékk Þórunn hálfa
jörðina Svalbarð á Eyjafjarðarströnd upp
í 60 hundraða tilgjöfina sem hún átti í
búi Hrafns.38 Virði Svalbarðs er ekki
tilgreint, en í Jarðabók Árna Magnússonar
og Páls Vídalíns er Svalbarð virt á 100
hundruð.39 Ef allt er lagt saman og giskað
á jarðardýrleika Krossavíkur og Svalbarðs
á 16. öld, á Þórunn með nokkurri vissu
um þrjú hundruð hundraða í jörðum
þegar Hrafn Brandsson deyr, auk sér-
eignar úr búinu.
Ísleifs þáttur Hrafnssonar
Í ERFÐASKRÁ Hrafns Brandssonar er
Ísleifur Hrafnsson fyrst nefndur á nafn,
en hann fékk lögbók föður síns.40 Ísleifur
hefur verið sonur þeirra Þórunnar, því
árið 1530 gera afar hans, Jón biskup og
Brandur príor Hrafnsson, út um arf eftir
hann.41 Jón hefði trúlega ekki skipt sér
af málinu nema það væri honum skylt.
Þegar bú Hrafns var virt mánuði eftir
að erfðaskráin er gerð var Jón skipaður
fjárhaldsmaður Ísleifs Hrafnssonar.42
Ísleifur hefur verið í frumbernsku þegar
faðir hans dó og dáið sjálfur innan tveggja
ára frá þeim atburði. Þórunn hefur því
ekki lengi notið barns síns, en ugglaust
hefur Ísleifur Hrafnsson verið til. Ekki
er ástæða til að vefengja þessi þrjú bréf
sem segja frá tilvist drengsins.43 Staðfest
eftirrit tveggja bréfanna frá byrjun 18.
aldar eru gerð eftir uppskriftum frá 16.
öld.
Yngri sagnaritarar hafa borið brigður
á tilvist þessa drengs. Jón Halldórsson
lét í það skína að engin vissa væri fyrir,
að hann hefði hlotið skírn eða lifað eftir
Hrafn, og Jón biskup hafi þannig sölsað
undir sig eignir bæði Hrafns og Teits
Þorleifssonar.44 Margt var Jóni Arasyni
legið á hálsi fyrir, en út yfir tók þegar
hann var sakaður um að hafa logið upp
tilvist barns, einvörðungu til að efnast.
Páll Eggert Ólason telur að það myndi
jafnvel óþekkt í sögu Medicimanna
á Ítalíu.45 Kemur þarna enn fram hin
magnaða óvild í garð Jóns Arasonar sem
víða er að finna í skrifum um kaþólska
tíð eftir siðbreytingu, a.m.k. þegar frá
leið. Barátta siðbreytingarmanna var
þó ef til vill ekki síst gegn kaþólskum
36 ÍF IX, bls. 472–473.
37 Jón Johnsen, 1847, bls. 353.
38 ÍF IX, bls. 475–476.
39 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1703–1712 IX, bls. 9.
40 ÍF IX, bls. 475–476.
41 ÍF IX, bls. 551–552.
42 ÍF IX, bls. 475–476.
43 Sjá hér ÍF IX, bls. 472, 475 og 551.
44 JS 70 fol., bls. 131. Páll Eggert Ólason (1919, bls. 108) telur að séra Jón Halldórssoní Hítardal hafi fyrstur
hreyft þessu máli.
45 Páll Eggert Ólason, 1919, bls. 109.