Skagfirðingabók - 01.01.2014, Blaðsíða 74

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Blaðsíða 74
SKAGFIRÐINGABÓK 74 Sýnt er að þarna hefur Hrafn eða þeir tengdafeðgar verið að tryggja Þórunni jörðina. Í dómi sem gekk í Viðvík 24. apríl 1596 kemur fram að Þórunn Jónsdóttir hafði eignarhald á Hofi í samtals 38 ár af þeim 68 árum sem þar eru tíunduð.52 En eignir geta valdið amstri og það átti Hof svo sannarlega eftir að gera. Fram kemur í fyrrnefndum dómi að þáverandi eigandi, Magnús Björnsson, bróðursonur Þórunnar telur að Hrafn lögmaður og Þórunn hafi átt Hof í fimm ár frá 1528 og Ísleifur Sigurðsson í næstu 16 ár, þ.e. til ársins 1549. Ísleifur Sigurðsson andaðist það sama ár. Þá var Þorbergur Bessason sagður eigandi í 6 ár, en Þorbergur fékk jörðina sem greiðslu upp í Grund í Eyjafirði vegna arfs eftir Ísleif, en hélst stutt á.53 Páll Grímsson sýslumaður á Holta- stöðum í Langadal átti Hof næstu 17 ár eða til ársins 1572. Eftir það hefur Þórunn eignarhaldið til ársins 1589 og eftir það Jón Sigurðsson til ársins 1594. Og allt átti þetta að mega sannast með innsigluðum bréfum.54 Málefni Hofskirkju höfðu greinilega verið í ólestri allt frá því Jón biskup gerir upp reikninga hennar árið 1528. Nú fær Magnús það hlutverk að innheimta úti- standandi skuldir kirkjunnar sem ekki var með bréfum hægt að gera grein fyrir. Ekki hefur það verið auðvelt verk því að flestir fyrrnefndir eigendur voru þá látnir. Þessi óreiða á kirkjureikningum hlýtur að skrifast að einhverju leyti á Þórunni sem svo lengi var eigandi Hofs. Það má geta sér þess til að Þórunn hafi verið föst á fé og gætin í fjármálum þegar óskyldir áttu í hlut, eða eignir voru ekki fastar í hendi. Þetta gæti verið ágætt dæmi um það vegna þess hve Hof var laust í hendi eins og fram kemur hér á eftir. En hvernig samræmast upplýsingar Magnúsar Björnssonar því sem fram kemur í bréfum sem til eru um Hofsmál? Forsaga málsins er sú að í kaupmála- bréfi Páls Grímssonar og Margrétar Erlendsdóttur frá árinu 1523 fékk Mar- grét garðinn Hof á Höfðaströnd fyrir 80 hundruð og útjarðir og lausagóss að auki upp að þremur hundruðum hundraða. En varnagli var sleginn, ef lög leyfðu. Ef lög leyfðu ekki skyldi Páll selja Margréti áðurnefndar jarðir.55 Páll var sonur Gríms Pálssonar sýslumanns á Möðruvöllum í Eyjafirði og bróðir Þorleifs Grímssonar. Margrét var dóttir Erlends Bjarnasonar sýslumanns á Ketilsstöðum á Völlum.56 Hjónin voru rík og hafa ekki verið eftirbátar sumra samtímamanna sinna í þrætubókarlist, miðað við þann fjölda deilumála sem þau voru viðriðin. Trúlega hefur Hof verið arfsvonin ein þegar kaupmáli Páls og Margrétar var gerður, en skipti eftir Grím á Möðruvöllum fara fram 27. september 1527. Þar fékk Páll Hof með útjörðum í arf og Margrét hefur loks átt jörðina með lögum.57 Það næsta sem gerist er að Jón 52 Bréfabók Guðbrands byskups Þorlákssonar, bls. 499. Meðtalið er eignarhald manns hennar, Ísleifs Sigurðssonar á Grund sem sagður var eiga Hof í 16 ár. 53 ÍF XIII, bls. 217. 54 Bréfabók Guðbrands byskups Þorlákssonar, bls. 500. 55 ÍF IX, bls. 179. 56 Páll Eggert Ólason, 1951, bls. 115–116. 57 ÍF IX, bls. 427.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.