Skagfirðingabók - 01.01.2014, Qupperneq 77

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Qupperneq 77
AF ÞÓRUNNI JÓNSDÓTTUR OG HRAFNI BRANDSSYNI 77 þar gjarnan vilja sjá ágreining þeirra Þórunnar og Pálssona, Bjarna, Erlends og Jóns, niðursettan: „Ég vil eftir minni fátækt og formegan gjarna viðleita við þá heiðurskvinnu Þórunni að það mætti niðursetjast allt sem eigi hæfir að vera á milli kristinna manna sem er heift, reiði og haturs hugarmóðs og hún mætti fá fyrir sitt andvirði svo henni líkaði.“72 Gera má ráð fyrir að Guðbrandur hafi miklað fyrir sér heiftrækni Þórunnar. Þrátt fyrir skyldleika þeirra og viðskiptasamband, voru þau á öndverðum meiði í trúarlegu tilliti og Guðbrandur notaði hvert tækifæri til að tukta frænku sína. Hver var hústrú Þórunn? ÚR SAMTÍMAHEIMILDUM má lesa að and- stæðurnar toguðust á í fari Þórunnar á Grund. Hún var annars vegar gjöful og lét sér annt um velferð annarra. Hún vakti yfir fjölskyldunni og hagsmunum hennar til æviloka, ekki beinlínis í eigin þágu því hún var barnlaus. Aðrir hlutu að njóta góðs af. Á hinn bóginn var Þórunn hörð í horn að taka. Það kemur fram í viðskiptum hennar við Margréti Erlendsdóttur, Guð- brand Hólabiskup og fleiri, að hún var beinlínis umtalsill og lét sitthvað miður fallegt flakka um samtímamenn sína. Á efri árum var hún svarri í skapi, að minnsta kosti við þá bróðursyni sína, en þeir gáfu tilefni til. Þráhyggju verður vart í fari Þórunnar, einkum þegar deilur um einstakar jarðir voru annars vegar. Hálfrar aldar deila um Veturliðastaði í Fnjóskadal segir sína sögu. Hún gaf síðan jörðina að málinu unnu. Þannig voru andhverfurnar í lífi hennar. Þórunn lifði stormasömu lífi á viðsjárverðum tímum. Hún missti eiginmenn og einkabarn sitt. Hún lifði atburðina í Skálholti árið 1550 sem hljóta að hafa verið áhrifamiklir, svo lengi hefur minning þeirra lifað með íslenskri þjóð. Stórir atburðir og áföll setja sitt mark á menn og svo hefur verið í tilviki Þórunnar. Enginn vafi er á að stórfjölskyldan lék mikið hlutverk í lífi Þórunnar á Grund. Hún hélt alla tíð sterkum tengslum við fjölskyldu sína, einkum þann hluta hennar sem næst bjó. Faðir hennar var greinilega forsjármaður hennar meðan hans naut við og sennilega Ari bróðir hennar að einhverju leyti líka. Við Sigurð bróður sinn á Grenjaðarstað hafði hún margvísleg samskipti, bæði á sviði fjölskyldu- og fjármála. Bræðrabörn hennar nutu góðs af umhyggju Þórunnar, hún breiddi sig yfir Helgu Aradóttur og stóð við hlið hennar meðan barist var við Þorleif á Möðruvöllum vegna giftingar Helgu og Staðarhóls- Páls. Synir séra Björns, Magnús og Jón, voru líka undir verndarvæng Þórunnar. Þeir voru erfingjar hennar en hræddir við eyðslusemi og voru raunar fullfljótir á sér að ætla að hrifsa sínar sneiðar af kökunni og þá kastaðist í kekki. Þarna hefur örugglega skipt miklu máli að Þórunn var barnlaus og þurfti því ekki að huga að hagsmunum eigin barna. Hún gat því leyft sér að hygla frændbörnum sínum og veita þeim umhyggju. Á hinn bóginn lét hún ekki vaða yfir sig og sýndi klærnar ef henni fannst að sér gengið, jafnvel þótt skyldmenni ættu í hlut eins og erfðamálin sýna og sanna. Bréf sýnir að Þórunn hefur hugsað um móður sína aldraða, fær að vísu nokkuð fyrir sinn 72 Bréfabók Guðbrands byskups Þorlákssonar, bls. 330–331.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198
Qupperneq 199
Qupperneq 200

x

Skagfirðingabók

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.