Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 89
YFIR ATLANTSHAFIÐ Í SKIPALEST
89
milli klukkan eitt og tvö eftir hádegi, en
það þýddi að orðið hefði dauðsfall og að
þá færi fram útför á einhverju skipanna.
Óvænt afmælisveisla
ÞANNIG LIÐU dagarnir hver af öðrum og
lífið um borð var í harla föstum skorðum.
Menn gengu vaktir, borðuðu og sváfu,
en í lausum stundum var verið að tefla
og spila eða lesa bækur. Við félagarnir,
ég og kokkurinn, vorum ræstir klukkan
sjö á hverjum morgni og fórum þá að
elda hafragraut og undirbúa morgunverð
sem þurfti að vera til reiðu um klukkan
hálf átta. Þá komu allir þeir sem áttu að
fara á vakt klukkan átta og snæddu, en
oft voru þeir menn harla syfjulegir. Og
upp úr klukkan átta komu svo hinir sem
þá losnuðu af vaktinni og tóku þeir öllu
hraustlegar til matar síns en hinir, enda
höfðu þeir þá sinnt skyldustörfum í fjóra
klukkutíma samfleytt. En svo gerðist
það morgun einn að ég var ekki vakinn
og varð ekki var við, þegar kokkurinn
fór. Klukkan var að verða átta, þegar
ég vaknaði við að Geir bryti kom inn í
klefann og óskaði mér til hamingju með
daginn og setti um leið bakka með ágætum
morgunmat á borðið. Þetta var rétt, því að
þennan dag, hinn 28. mars 1943, varð ég
21 árs gamall og þar með lögráða. Engum
hafði ég sagt frá afmælinu, en einhvern
veginn hafði brytinn komist að þessu
og þá sennilega séð það í áhafnarskránni
hjá skipstjóranum. Ég þakkaði þessum
góða vini mínum fyrir hugulsemina og
naut þess að borða beikon og egg, ristað
brauð með smjöri og fleira góðgæti og
drekka með heitt og ilmandi kakó. Því
næst klæddi ég mig og fór í vinnuna, en
aldrei síðan hef ég gleymt þessu óvænta
Skipalest á hafinu.
Djúpsprengja springur.
Eigandi myndar:
Magnús Þór Hafsteinsson.