Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 90
SKAGFIRÐINGABÓK
90
og hlýlega vinarbragði Geirs bryta þarna
lengst úti á Atlantshafi, enda hefur
hann orðið einn hinna ógleymanlegu í
minningasafninu.
Við komum til Halifax
SKIPALESTIN var tvær vikur á leiðinni yfir
hafið, en þegar við nálguðumst Nýfundna-
land hægði flotinn á sér og skipin sem áttu
að fara til Kanada tíndust úr stóru lestinni
sem hélt suður til Bandaríkjanna, en hin
og þar á meðal Katla sigldu inn til Halifax
sem er höfuðborgin í fylkinu Nova Scotia
í Kanada. Þegar við nálguðumst land,
fylgdist ég vel með öllu, því að allt var þetta
nýtt fyrir mér og meira að segja önnur
heimsálfa. Fyrst sá ég lága sandströnd, en
brátt tóku við skógar, tún og akurlönd sem
og hús af ýmsum stærðum og gerðum.
Brátt kom svo borgin Halifax í ljós, en ekki
fengum við að sigla þar til hafnar strax,
heldur fórum við lengra inn í fjörðinn og
þar var lagst við akkeri. Næsta morgun
komu síðan menn úr landi og þeir höfðu
þann starfa að fjarlægja möl og grjót úr
lestum, en þann farm höfðum við fengið
í Reykjavík sem ballest. Svo voru akkerin
dregin upp og siglt til borgarinnar. Þar
var lagst við hafnargarð og eftir að öllum
formsatriðum hafði verið fullnægt fengum
við að fara í land. Talsvert þótti mér skrýtið
að hafa aftur fast land undir fótum og var
ekki alveg laus við sjóriðu fyrsta kastið, en
það lagaðist fljótlega. Halifax er ein helsta
borgin á austurströnd Kanada og voru
þar einkum mikil umsvif við sjávarsíðuna.
Meðal annars var þar flotastöð og alls konar
herskip ýmist að koma eða fara. Fyrir
mig var það alveg ný reynsla að koma til
útlanda og í stórborg, þar sem hvarvetna
var mannfjöldi, umferð, allskonar farartæki
og ys og þys, en þetta vandist. Við fórum í
verslanir, bíó og skemmtistaði. Oft fórum
við á sjómannaheimili og þá einkum
á samkomustað flotans, þar sem voru
alls kyns sýningar og skemmtiatriði. Að
vísu vorum við ekki í sjóhernum (The
Navy), heldur á kaupskipaflotanum (The
Merchant Navy) og það var látið nægja til
inngöngu. Hvarvetna heyrðist aðeins enska
og í henni kunni ég lítið sem ekkert og fann
sárt til þeirrar vöntunar. Reyndi ég strax að
bæta úr því með því að tína upp orð og
heiti á ýmsum hlutum og fyrirbærum, en
það kom að litlu gagni.
Ástkæra, ylhýra í útlöndum
EN ALLT Í EINU gerðist óvæntur atburður
í þessari enskuþrungnu veröld. Við sátum
allmargir félagar af Kötlu í félagsheimili
flotans og kneyfuðum bjór og spjölluðum
saman. Við næsta borð sat hópur ein-
kennisklæddra sjóliða sem líka voru að
drekka bjór og spjalla. Og þá urðum
við ekki lítið hissa, þegar einn sjóliðinn
spratt allt í einu upp, gekk til okkar og
heilsaði á lýtalausri íslensku. Sagðist hann
hafa heyrt okkur tala á íslensku og sjálfur
héti hann Páll Ólafsson og ætti heima í
Skip og bryggjur í höfninni í Halifax 3. ágúst
1944.