Skagfirðingabók - 01.01.2014, Síða 92
SKAGFIRÐINGABÓK
92
kæmi. Þegar við nálguðumst Reykjavík,
komu tollverðir og hafnsögumaður um
borð. Ekkert óvænt gerðist og enginn
smyglvarningur fannst, svo að brátt
máttum við sigla inn í höfnina. Fljótlega
fór þá fólk að koma um borð til að fagna
ástvinum og kunningjum eftir langa
fjarveru. Einn þeirra sem kom strax um
borð var Rafn frændi minn, og spurði
hann hversu mér hefði líkað. Ég lét hið
besta yfir og kvaðst vilja fara aðra ferð.
Sérstaklega var það kaupið sem freistaði
mín, því það var margfalt hærra en ég var
vanur. Fastakaupið var að vísu ekki hátt,
en svokölluð áhættuþóknun, sem sumir
nefndu hræðslupeninga, margfaldaði það.
Gat ég strax eftir fyrstu ferðina lagt hærri
upphæð í banka en ég hafði áður augum
litið, svo að eftir miklu var að slægjast.
Meðal þess fyrsta sem ég gerði heima
var að heimsækja Boggu, systur mína,
og færa henni og krökkunum einhvern
glaðning. Nú þurfti ég ekki lengur að búa
hjá henni, því að ég hafði minn samastað
um borð. Margt gerðum við okkur til
gamans í Reykjavík. Meðal annars fórum
við á Borgina, í Sundhöllina og sitthvað
fleira. Einnig fór ég í bókabúð og keypti
kennslubók í ensku og orðabækur, því að
ég var staðráðinn í að bæta úr fákunnáttu
minni í þessu mikla heimsmáli, enskunni.
Fish and chips í Hull
EFTIR RÚMLEGA vikudvöl í Reykjavík var
lagt upp á ný og siglt að venju áleiðis til
Skotlands. En þá gerðist ævintýri, því
að þá fórum við fyrst til Hull á Norður-
Englandi, þar sem skipið var tekið upp í
flotdokk og stóð þar brátt á þurru. Gekk
þetta allt fljótt og vel og var botn skipsins
skrapaður og málaður eða menjaður á
skömmum tíma. Mér þótti fróðlegt að
koma þarna og yfir borginni sveimaði
mikill fjöldi loftbelgja eins og víðar á
þessum stríðstímum. Hvar sem ég kom,
var ég alltaf að læra eitthvað nýtt. Þarna
í Hull lærði ég að borða þjóðarréttinn
Fish & chips og þótti það nokkuð gott.
Einnig heyrði ég Englendinga aldrei
tala um Þjóðverja, heldur voru þeir
hvarvetna nefndir Húnar, en svo hét
þjóðflokkur frá Asíu sem braust inn í
Evrópu í fornöld og þótti bæði grimmur
og villimannlegur. Þegar dvölinni í Hull
lauk, héldum við til Loch Ewe og biðum
þar einhverja daga. Notuðum við þá
tímann til björgunaræfinga og settum
lífbátana niður. Meðal annars undum við
þá upp segl á bátunum og sigldum fram
og aftur um fjörðinn. Var það hin besta
skemmtun og einnig gat það komið sér
vel að kunna á seglin, ef á þyrfti að halda.
Heræfing á hafinu
BRÁTT VAR haldið til hafs á ný og leið ekki á
löngu að við komumst í risastóra skipalest.
Ég heyrði talað um 130 flutningaskip
Miklar loftárásir voru gerðar á Hull á stríðs-
árunum. Þannig var umhorfs á King Edwards
Street eftir árás Luftwaffe í maí 1941.
Ljósm.: Allison Coggan.