Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 94
SKAGFIRÐINGABÓK
94
Þjóðverjar gera árás
Í ÞRIÐJU ferðinni sem ég fór á Kötlunni
breyttist andrúmsloftið skyndilega til hins
verra. Við sigldum eins og vant var til
Loch Ewe og biðum þar einhverja daga.
Síðan héldum við út á hafið og fengum
okkar stað í mikilli skipalest. Fyrsta kastið
gekk allt eins og í fyrri ferðum, en svo var
það morgun einn, að ég vaknaði klukkan
að ganga fimm við mikinn hávaða. Einn
hásetanna hljóp þá um allt skip og vakti
menn með hrópum um að byrjuð væri
árás og allir ættu að koma upp á dekk.
Við vorum snöggir upp og á bátadekkinu
voru menn í óða önn að losa bönd og setja
bátana út. Allir voru í björgunarvestum og
biðu átekta. Skipið sem var næst á undan
okkur hafði orðið fyrir tundurskeyti
og brátt gaus upp í því mikill eldur.
Samkvæmt skipunum við slíkar aðstæður
áttu öll nálæg skip að sveigja sem skjótast
frá árásarstaðnum. Ég sá að Katla var að
beygja burt í kröppum sveig, en á meðan
skipið var að snúast horfði ég á vesalings
mennina á laskaða skipinu hvern af
öðrum henda sér í sjóinn, enda stóð skipið
brátt í ljósum logum og var að því komið
að sökkva. Við slíkar aðstæður var okkur
stranglega bannað að stansa til að bjarga,
og höfðu sérstök skip sem venjulega sigldu
í kjölfar meginflotans, það hlutverk að tína
upp alla þá sem flytu ofansjávar eftir árás.
Við héldum okkur við lífbáta okkar, þar
sem hver maður hafði sinn stað og hlutverk
samkvæmt fyrirframgerðri áætlun. Þarna
biðum við í morgunskímunni og horfðum
út yfir hafflötinn, þar sem skipalestin var
í upplausn og herskipin ösluðu vítt og
breitt á fullri ferð. Öðru hverju drundu
djúpsprengjur sem sjóliðarnir köstuðu í
hafið í von um að laska eða að minnsta
kosti fæla kafbátana frá skipunum. En
skyndilega kvað við ný og gríðarleg spreng-
ing og þá hafði annað skip orðið fyrir
tundurskeyti. Það var í talsverðri fjarlægð
frá okkur og sáum við ógjörla hvernig
ástandið var, en það síðasta sem við sáum
frá þessu skipi áður en það sökk var að
upp frá því lagði ógurlegan gufumökk,
svo að trúlega hefur tundurskeytið hæft
vélarrúm þess og gufuketil. Við héldum
okkur áfram við bátana sem héngu í
davíðunum út frá skipinu og allt var klárt
til að slaka þeim niður, ef á þyrfti að halda.
En ekkert slíkt gerðist. Menn voru fremur
hljóðir, en sumir reyndu eitthvað að gera
að gamni sínu. Horfðu þeir þá niður á
Herskip varpar djúpsprengju til varnar flutningaskipunum. Eigandi myndar: Magnús Þór Hafsteinsson.