Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 96

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 96
SKAGFIRÐINGABÓK 96 svo þarna í skóla öðru hverju seinnipart vetrarins. Séra Halldór setti mér fyrir og hlýddi mér yfir og lagði mér til bækur eða pantaði þær fyrir mig. Allt gekk þetta vel og undir vor sagði presturinn að ég gæti ef ég vildi farið norður á Akureyri og tekið próf upp í 3. bekk menntaskólans. En svo bætti hann við að ég gæti líka lesið áfram utanskóla og tekið próf upp í 4. bekk að ári og leist mér betur á það. Þetta var fyrir tíma landsprófsins og voru þeir tveir menntaskólar sem þá voru í landinu báðir sex vetra skólar, fyrsti, annar og þriðji bekkur til gagnfræðaprófs og síðan fjórði, fimmti og sjötti bekkur til stúdentsprófs. Nýjar sjóferðir hefjast ÞEGAR ÞETTA var afráðið, sneri ég mér að atvinnuleit fyrir sumarið. Hafði ég því samband við Rafn, frænda minn, og bað hann að útvega mér hásetapláss á Kötlu, ef eitthvað losnaði, þegar skipið kæmi næst til hafnar. Hann hringdi nokkru síðar og var skipið þá komið. Ekkert losnaði á dekki, en ég gæti fengið sama starf og áður, það er að segja í kartöfluskrælingnum. Ég þáði það, tók saman föggur mínar, fór til hreppstjórans til að kjósa utankjörstaðar um sambandsslit við Dani og fór síðan suður með rútunni. Gott þótti mér að koma aftur um borð í Kötlu og notalegt að hitta gamla félaga. Brátt var lagt upp og nú fann ég ekki fyrir sjóveiki, þótt skipið vaggaði eitthvað á leiðinni fyrir Reykjanes. Þar fylgdist ég með fýlunum eða múkkunum sem fylgdu skipinu að vanda og horfði með hrifningu á súlurnar í nágrenni Eldeyjar, þessa stórmyndarlegu fugla, sem steyptu sér úr háalofti á bólakaf í sjóinn eftir æti. Þá þótti mér gaman að fylgjast með hóp af höfrungum sem voru í kappsundi við skipið og einnig að sjá gufustróka frá stórhvelum stíga hér og þar upp frá haffletinum í fjarlægð. Hvarvetna var líf í kringum okkur og vor í lofti. Sigl- ingin til Skotlands gekk greitt. Þar tók- um við kol og biðum einhverja daga eftir skipalest. Allt gekk síðan sinn vanagang og nú var ég öllum hnútum kunnugur, svo að fátt kom mér lengur á óvart. Við seinkuðum klukkunni um einn tíma öðru hverju á vesturleið eins og við flýttum henni á siglingunni austur yfir hafið. Við vorum komnir langleiðina upp að ströndum Ameríku um morguninn hinn 6. júní 1944, þegar Markús Markússon háseti kom í gættina klukkan hálf sjö og vakti okkur Bubba með háu hrópi: „Ég segi mikil tíðindi! Innrásin í Frakkland er byrjuð!“ Við vorum fljótir á fætur, því að þetta voru fréttir sem heimurinn hafði lengi beðið eftir. Bandamenn höfðu sem sé hafið innrás í Normandí þá um nóttina og þar með byrjað lokasókn gegn herveldi Hitlers á meginlandi Evrópu. Við á Kötlu fögnuðum þessum tíðindum eins og aðrir, Jóhann Sigurbjörnsson stýrimaður hrópaði upp í gleði: „Loksins! Loksins! Landganga í Frakklandi 6. júní 1944. Mynd: Bandaríski sjóherinn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.