Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 96
SKAGFIRÐINGABÓK
96
svo þarna í skóla öðru hverju seinnipart
vetrarins. Séra Halldór setti mér fyrir og
hlýddi mér yfir og lagði mér til bækur eða
pantaði þær fyrir mig. Allt gekk þetta vel
og undir vor sagði presturinn að ég gæti ef
ég vildi farið norður á Akureyri og tekið
próf upp í 3. bekk menntaskólans. En svo
bætti hann við að ég gæti líka lesið áfram
utanskóla og tekið próf upp í 4. bekk
að ári og leist mér betur á það. Þetta var
fyrir tíma landsprófsins og voru þeir tveir
menntaskólar sem þá voru í landinu báðir
sex vetra skólar, fyrsti, annar og þriðji
bekkur til gagnfræðaprófs og síðan fjórði,
fimmti og sjötti bekkur til stúdentsprófs.
Nýjar sjóferðir hefjast
ÞEGAR ÞETTA var afráðið, sneri ég mér
að atvinnuleit fyrir sumarið. Hafði ég því
samband við Rafn, frænda minn, og bað
hann að útvega mér hásetapláss á Kötlu, ef
eitthvað losnaði, þegar skipið kæmi næst
til hafnar. Hann hringdi nokkru síðar
og var skipið þá komið. Ekkert losnaði á
dekki, en ég gæti fengið sama starf og áður,
það er að segja í kartöfluskrælingnum. Ég
þáði það, tók saman föggur mínar, fór til
hreppstjórans til að kjósa utankjörstaðar
um sambandsslit við Dani og fór síðan
suður með rútunni. Gott þótti mér að
koma aftur um borð í Kötlu og notalegt
að hitta gamla félaga. Brátt var lagt upp
og nú fann ég ekki fyrir sjóveiki, þótt
skipið vaggaði eitthvað á leiðinni fyrir
Reykjanes. Þar fylgdist ég með fýlunum
eða múkkunum sem fylgdu skipinu að
vanda og horfði með hrifningu á súlurnar
í nágrenni Eldeyjar, þessa stórmyndarlegu
fugla, sem steyptu sér úr háalofti á bólakaf
í sjóinn eftir æti. Þá þótti mér gaman að
fylgjast með hóp af höfrungum sem voru
í kappsundi við skipið og einnig að sjá
gufustróka frá stórhvelum stíga hér og þar
upp frá haffletinum í fjarlægð. Hvarvetna
var líf í kringum okkur og vor í lofti. Sigl-
ingin til Skotlands gekk greitt. Þar tók-
um við kol og biðum einhverja daga eftir
skipalest. Allt gekk síðan sinn vanagang
og nú var ég öllum hnútum kunnugur,
svo að fátt kom mér lengur á óvart. Við
seinkuðum klukkunni um einn tíma öðru
hverju á vesturleið eins og við flýttum
henni á siglingunni austur yfir hafið.
Við vorum komnir langleiðina upp að
ströndum Ameríku um morguninn hinn
6. júní 1944, þegar Markús Markússon
háseti kom í gættina klukkan hálf sjö og
vakti okkur Bubba með háu hrópi: „Ég
segi mikil tíðindi! Innrásin í Frakkland
er byrjuð!“ Við vorum fljótir á fætur, því
að þetta voru fréttir sem heimurinn hafði
lengi beðið eftir. Bandamenn höfðu sem
sé hafið innrás í Normandí þá um nóttina
og þar með byrjað lokasókn gegn herveldi
Hitlers á meginlandi Evrópu. Við á Kötlu
fögnuðum þessum tíðindum eins og
aðrir, Jóhann Sigurbjörnsson stýrimaður
hrópaði upp í gleði: „Loksins! Loksins!
Landganga í Frakklandi 6. júní 1944.
Mynd: Bandaríski sjóherinn.