Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 98

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 98
SKAGFIRÐINGABÓK 98 næstum þrjá mánuði um hásumarið. Við stunduðum okkar störf eftir því sem við varð komið um borð, en urðum líka að búa eitthvað í landi, meðan skipið var í slipp. Frítímann notuðum við til að fara í búðir og bíó og heimsækja félagsheimili flotans, sem og að synda í Mic Mac vatninu. Man ég vel hversu Bogi Ólafsson stýrimaður naut þess að stinga sér af háum palli og synda lengi í kafi, enda var hann mikill sundkappi. Einnig vorum við oft í skemmtigörðum eða fórum í einhver ferðalög og sitthvað fleira. Sumarið þarna virtist mér vera talsvert hlýrra en heima og oft var þarna sólskin og blíða vikum saman. Aftur á móti er vetrarveðrið kaldara og þá voru þar gjarna miklar frosthörkur. Loks var öllum viðgerðum á skipinu lokið og farmur kominn um borð, svo að við gátum lagt af stað áleiðis heim og því voru allir fegnir. Harmafregn í Loch Ewe VIÐ KOMUM til Loch Ewe á heimsigl- ingunni upp úr miðjum nóvember og þar fengum við þá hörmungarfrétt að þýskur kafbátur hefði ráðist á og sökkt Goðafossi úti fyrir Garðskaga og fjöldi manns farist, bæði af áhöfn og farþegum. (Alls fórust þarna 24, karlar, konur og börn). Mönnum brá að vonum við þessi válegu tíðindi, og þá sá ég jafnvel blika tár á hvarmi hraustmennisins Bjarna skipstjóra Pálmasonar. En svona gekk þetta til á stríðsárunum að sífellt var verið að sökkva skipum og drepa fólk, og enginn vissi hver yrði næstur. Goðafoss hafði verið á heimleið, þegar árásin var gerð, og við áttum eftir að sigla sömu leið, svo að vafalaust setti óhug að einhverjum um borð, þótt menn væru ekki að flíka slíku. Á tilsettum degi lögðum við upp frá Skotlandi ásamt fleiri skipum. Gekk sú sigling með ágætum og ekkert kom fyrir á leiðinni. Við gerðum hreint og fægðum kopar að vanda, áður en við komum til Reykjavíkur, en þangað náðum við í lok nóvember 1944. Kveðjustund á Kötlu EFTIR AÐ HEIM kom, var ég fljótlega af- skráður og kvaddi þá vini mína um borð með söknuði. Einnig má segja að ég kveddi Kötlu með söknuði, því að um borð í þessu gamla gufuskipi hafði mér liðið vel og farið með því tíu sinnum yfir Atlantshafið. Ég átti ekki eftir að sjá þetta happafley aftur, því að nokkru síðar keypti Eimskipafélag Íslands Kötluna og skírði hana Reykjafoss. En því má svo bæta við, að ekki löngu síðar fékk Eimskipafélag Reykjavíkur nýtt skip sem nefnt var Katla. Þetta nýja skip gekk ekki fyrir gufuvél eins og gamla Katla, heldur olíumótor og þær vélar syngja allt annan söng. Þessari nýju Kötlu stjórnaði Rafn frændi um árabil og fór ég stundum með honum sem háseti í skemmtilegar sjóferðir og þá oftast að sumarlagi. Í þeim ferðum var Við bryggju 4 í Halifaxhöfn á stríðsárunum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.