Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 98
SKAGFIRÐINGABÓK
98
næstum þrjá mánuði um hásumarið. Við
stunduðum okkar störf eftir því sem við
varð komið um borð, en urðum líka að
búa eitthvað í landi, meðan skipið var í
slipp. Frítímann notuðum við til að fara
í búðir og bíó og heimsækja félagsheimili
flotans, sem og að synda í Mic Mac
vatninu. Man ég vel hversu Bogi Ólafsson
stýrimaður naut þess að stinga sér af háum
palli og synda lengi í kafi, enda var hann
mikill sundkappi. Einnig vorum við oft
í skemmtigörðum eða fórum í einhver
ferðalög og sitthvað fleira. Sumarið þarna
virtist mér vera talsvert hlýrra en heima
og oft var þarna sólskin og blíða vikum
saman. Aftur á móti er vetrarveðrið
kaldara og þá voru þar gjarna miklar
frosthörkur. Loks var öllum viðgerðum á
skipinu lokið og farmur kominn um borð,
svo að við gátum lagt af stað áleiðis heim
og því voru allir fegnir.
Harmafregn í Loch Ewe
VIÐ KOMUM til Loch Ewe á heimsigl-
ingunni upp úr miðjum nóvember og
þar fengum við þá hörmungarfrétt að
þýskur kafbátur hefði ráðist á og sökkt
Goðafossi úti fyrir Garðskaga og fjöldi
manns farist, bæði af áhöfn og farþegum.
(Alls fórust þarna 24, karlar, konur og
börn). Mönnum brá að vonum við þessi
válegu tíðindi, og þá sá ég jafnvel blika
tár á hvarmi hraustmennisins Bjarna
skipstjóra Pálmasonar. En svona gekk
þetta til á stríðsárunum að sífellt var
verið að sökkva skipum og drepa fólk, og
enginn vissi hver yrði næstur. Goðafoss
hafði verið á heimleið, þegar árásin var
gerð, og við áttum eftir að sigla sömu leið,
svo að vafalaust setti óhug að einhverjum
um borð, þótt menn væru ekki að flíka
slíku. Á tilsettum degi lögðum við upp
frá Skotlandi ásamt fleiri skipum. Gekk sú
sigling með ágætum og ekkert kom fyrir
á leiðinni. Við gerðum hreint og fægðum
kopar að vanda, áður en við komum til
Reykjavíkur, en þangað náðum við í lok
nóvember 1944.
Kveðjustund á Kötlu
EFTIR AÐ HEIM kom, var ég fljótlega af-
skráður og kvaddi þá vini mína um borð
með söknuði. Einnig má segja að ég
kveddi Kötlu með söknuði, því að um
borð í þessu gamla gufuskipi hafði mér
liðið vel og farið með því tíu sinnum yfir
Atlantshafið. Ég átti ekki eftir að sjá þetta
happafley aftur, því að nokkru síðar keypti
Eimskipafélag Íslands Kötluna og skírði
hana Reykjafoss. En því má svo bæta við,
að ekki löngu síðar fékk Eimskipafélag
Reykjavíkur nýtt skip sem nefnt var Katla.
Þetta nýja skip gekk ekki fyrir gufuvél
eins og gamla Katla, heldur olíumótor og
þær vélar syngja allt annan söng. Þessari
nýju Kötlu stjórnaði Rafn frændi um
árabil og fór ég stundum með honum
sem háseti í skemmtilegar sjóferðir og þá
oftast að sumarlagi. Í þeim ferðum var Við bryggju 4 í Halifaxhöfn á stríðsárunum.