Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 106

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 106
SKAGFIRÐINGABÓK 106 bændur og fleiri járnsmíði. Jafnframt þessu hirti hann fé sitt á veturna, hafði reyndar aldrei margt. Þegar Magnús Jónsson endurnýjaði bæinn á Fjalli byggði hann upp framhýsið, en lét standa part af gamla bænum aftan við húsið. Þar var hlóðaeldhús og suðurendinn af gömlu baðstofunni. Þar undir var kjallari og þar hafði verið helvíti stórt kerald í þessum kjallara. Það hefur víst verið keraldið sem þjóðsagan segir frá af Keraldaeyrinni. Þarna var sláturmaturinn geymdur í kjallaranum. Hlóðaeldhúsið var síðan uppi til hliðar. Móðir mín notaði síðan baðstofugólfið gamla sem búr. En það var búið algjörlega í framhúsinu og það var tveggja hæða. Á suðurloftinu var íbúðarherbergi, en ytri parturinn var eiginlega smíðaverkstæði föður míns. Þar hafði hann sinn hefilbekk og smíðatól. Uppi á norðurloftinu var geysistór gömul kista, sem hlýtur að hafa verið sett þar upp áður en húsið var byggt, því hún komst engan veginn um dyrnar. Þessari kistu fylgdi einhver sögn og hún var kennd einhverjum ákveðnum smið, en ég man þetta bara ekki. Þarna var líka önnur kista yngri, sem móðir mín átti. Hún var lítil með kúptu loki og handraða, sem hún notaði aðallega sem sína geymslu. Af körlum og kerlingum JÓNAS Sigurðsson móðurbróðir minn var lengi heima hjá okkur, ógiftur þá og hafði verið víða í Skagafirði, en aldrei með sjálfstætt bú. Hann kom að Fjalli líklega um 1920 og var þar í 3–4 ár, þar til hann giftist. Þá fór hann að búa út á Hafragili í Laxárdal. Anna gamla Ólafsdóttir tengda- móðir hans var úr Fljótunum og kom að Fjalli seinasta árið sem hann var þar. Hún hafði búið í Fljótunum og mig rámar í að hún hefði viss framburðareinkenni af Fljótamálinu. Sonur hennar var Bjarni Jóhannsson, minnir mig. Hann var þá orðinn sanntrúaður kommi og kom í Fjall, var með bók Stefáns Péturssonar um rússnesku byltinguna og var að sýna mönnum og reyna að útbreiða orðið. Ég hef oft hugsað til þess seinna. Það var einn karl, sem var vetrartíma hjá okkur, hálfgerður niðursetningur, ættaður úr Fljótunum. Ég man ekkert hvernig í andskotanum stóð á því að hann kom Bærinn á Fjalli árið 1936, byggður á árunum 1880–1886 af Magnúsi Jónssyni sem fluttist til Vesturheims árið 1887. Hann segir svo frá: ,,Ég breytti mörgum kofum og löngum göngum í tvær reglulegar húsaraðir með framhlið úr timbri. Fremri húsaröðin var tvílyft með svefnherbergjum á efri hæð en þremur stofum niðri, auk svefnherbergja. Í hinni röðinni var hús með kjallara, eldhúsi í miðju og eldiviðargeymslu í norðurenda. Í eldhúsið lét ég stóra og góða matreiðsluvél og í setustofuna hitunarofn, og voru þessi áhöld fágæt og þau fyrstu í minni sveit. Eigandi myndar: HSk.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.