Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 106
SKAGFIRÐINGABÓK
106
bændur og fleiri járnsmíði. Jafnframt
þessu hirti hann fé sitt á veturna, hafði
reyndar aldrei margt.
Þegar Magnús Jónsson endurnýjaði
bæinn á Fjalli byggði hann upp framhýsið,
en lét standa part af gamla bænum
aftan við húsið. Þar var hlóðaeldhús
og suðurendinn af gömlu baðstofunni.
Þar undir var kjallari og þar hafði verið
helvíti stórt kerald í þessum kjallara. Það
hefur víst verið keraldið sem þjóðsagan
segir frá af Keraldaeyrinni. Þarna var
sláturmaturinn geymdur í kjallaranum.
Hlóðaeldhúsið var síðan uppi til hliðar.
Móðir mín notaði síðan baðstofugólfið
gamla sem búr. En það var búið algjörlega
í framhúsinu og það var tveggja hæða. Á
suðurloftinu var íbúðarherbergi, en ytri
parturinn var eiginlega smíðaverkstæði
föður míns. Þar hafði hann sinn hefilbekk
og smíðatól. Uppi á norðurloftinu var
geysistór gömul kista, sem hlýtur að hafa
verið sett þar upp áður en húsið var byggt,
því hún komst engan veginn um dyrnar.
Þessari kistu fylgdi einhver sögn og hún
var kennd einhverjum ákveðnum smið,
en ég man þetta bara ekki. Þarna var líka
önnur kista yngri, sem móðir mín átti.
Hún var lítil með kúptu loki og handraða,
sem hún notaði aðallega sem sína geymslu.
Af körlum og kerlingum
JÓNAS Sigurðsson móðurbróðir minn
var lengi heima hjá okkur, ógiftur þá og
hafði verið víða í Skagafirði, en aldrei með
sjálfstætt bú. Hann kom að Fjalli líklega
um 1920 og var þar í 3–4 ár, þar til hann
giftist. Þá fór hann að búa út á Hafragili í
Laxárdal. Anna gamla Ólafsdóttir tengda-
móðir hans var úr Fljótunum og kom að
Fjalli seinasta árið sem hann var þar. Hún
hafði búið í Fljótunum og mig rámar í
að hún hefði viss framburðareinkenni af
Fljótamálinu. Sonur hennar var Bjarni
Jóhannsson, minnir mig. Hann var þá
orðinn sanntrúaður kommi og kom í
Fjall, var með bók Stefáns Péturssonar
um rússnesku byltinguna og var að sýna
mönnum og reyna að útbreiða orðið.
Ég hef oft hugsað til þess seinna. Það
var einn karl, sem var vetrartíma hjá
okkur, hálfgerður niðursetningur, ættaður
úr Fljótunum. Ég man ekkert hvernig
í andskotanum stóð á því að hann kom
Bærinn á Fjalli árið 1936, byggður á árunum
1880–1886 af Magnúsi Jónssyni sem fluttist
til Vesturheims árið 1887. Hann segir svo
frá: ,,Ég breytti mörgum kofum og löngum
göngum í tvær reglulegar húsaraðir með
framhlið úr timbri. Fremri húsaröðin var
tvílyft með svefnherbergjum á efri hæð en
þremur stofum niðri, auk svefnherbergja. Í
hinni röðinni var hús með kjallara, eldhúsi
í miðju og eldiviðargeymslu í norðurenda. Í
eldhúsið lét ég stóra og góða matreiðsluvél og
í setustofuna hitunarofn, og voru þessi áhöld
fágæt og þau fyrstu í minni sveit.
Eigandi myndar: HSk.