Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 107
ÉG SAT EINUNGIS EINN HEILAN VETUR Á SKÓLABEKK
107
til okkar. Hann var vinnufær karlinn og
tölugur og ég mundi lengi einn talsmáta
hans sérstakan. Það var áður en ég gerði
mér grein fyrir áratugum seinna, að hann
hafði notað ýmsar gamlar mállýskur úr
Fljótum, sem voru hans eðlilega tungu-
mál. Hann sagdi hardur og gardur og
svoleiðis nokkuð.
Ég man nú ekki eftir neinum eigin-
legum förumönnum. Þó voru nokkrir
hálfgildings förumenn, voru á svonefnd-
um orlofsferðum, þekktu bændur hér og
þar og settust upp tíma og tíma. Ég man
eftir einni kerlingu sem kom stundum að
Fjalli. Hvað um hana varð veit ég ekki.
Man ekki lengur hvað hún hét. Hún var
orðin lítt vinnufær fyrir elli sakir. Það var
sérkennilegt við hana, að það voru vissir
hlutir sem hún borðaði ekki af því að hún
væri með svo þröngt kok. Það var ekki
bundið við grófan mat, gat alveg eins verið
eitthvað fljótandi.
Ég sá aldrei Símon Dalaskáld. Ég held
menn hafi ekki haft mikið álit á honum
sem skáldi, menn þekktu hans feril en
Skagfirðingar voru ekkert uppnæmir
fyrir hans kveðskap því þeir áttu nóg af
hagyrðingum. Hann var óskaplega fljótur
að kveða en eiginlegt skáld var hann held
ég ekki.
Þá var Sveinn gamli frá Mælifellsá öllu
merkilegri. Ég kynntist honum fyrst í
Reykjavík, þá var hann með söluturninn
á Arnarhólstúninu og seldi brjóstsykur
og vigtaði hann ekki heldur taldi molana
þegar hann seldi krökkum og verðlagði
eftir tölu. Hann var svo seinustu árin hjá
Gunnþórunni dóttur sinni á Króknum
og hélt áfram að versla þar. Hún var bara
miklu meiri kaupmaður en hann. Hún
gerði það sem enginn hefði haldið að væri
mögulegt, að hún fór að kaupa upp gamlar
vörur sem ekki seldust. Hún t.d. keypti
fyrir slikk úr verslun Pálma Péturssonar
heilmikið af gömlum dönskum höttum
sem hann gat ekki selt. Og henni tókst
að selja alla þessa hatta og ljúga því í
sveitamanninn að þetta væri nýjasta tíska
úr Danmörku. Þetta var frægt á Króknum
því menn þar vissu þetta.
Mér er minnisstæður frá mínum
bernskuárum gestagangurinn á Fjalli.
Menn úr Svartárdal versluðu mikið á
Króknum og fóru þá hér um og komu
alltaf við og gistu stundum ef illa stóð með
veður. Þeir fóru venjulega gömlu leiðina,
inn hjá Valadal og þvert yfir fjallið þar, þeir
sem voru af fremri parti dalsins. Sumir
voru skrýtnir þarna, en margt greindarfólk
og þetta voru engir hérvillingar. Einn
Jónas Sigurðsson móðurbróðir Jakobs, bóndi á
Hafragili í Laxárdal 1924–1944.
Eigandi myndar: HSk.