Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 110
SKAGFIRÐINGABÓK
110
aldrei nálægt henni. Seinast vann hún það
sér til óhelgi að hún fór út að Starrastöðum
og át þar hálfa hrosshúð sem Ólafur á
Starrastöðum átti og þá var hún drepin.
Það var eins og einhver sagði, að það
gerði ekkert til þótt hún réðist á krakka,
en þegar hún fór að ráðast á skepnur eða
dauða hluti þá þótti nóg komið.
Orgelspil og messur
FAÐIR MINN minn átti töluvert af
útlendum nótum, mest skandinavískar
nótnabækur. Hann var í miklu vinfengi
við séra Jakob Benediktsson frænda
sinn á Miklabæ og hans fólk og fékk
þar áreiðanlega mikla hvatningu og
leiðbeiningu í orgelleik. Ég hygg að Jón
Jakobsson sonur prests hafi verið honum
hjálplegur að útvega nótur. Annars var
þetta mest sjálfsnám hjá honum. Hann
var svo sem enginn sérstakur íþróttamaður
á orgel, en hann las nótur ágætlega og gat
spilað það sem kirkjuorganistar þurftu
þá. Ég byrjaði snemma að læra á orgelið
hjá föður mínum, en hann var oft með
einhverja unglinga í orgelkennslu og það
urðu sumt dugandi menn síðar í því.
Ég man vel eftir frá þessum fyrstu árum
mínum, að eiginlega á hverjum vetri voru
tíma einhverjir nemendur hjá pabba að
læra á orgel. Um eða fyrir aldamót varð
hann organisti í Víðimýrarkirkju, fyrstu
árin ekki aðeins organisti í Víðimýri,
heldur líka í Glaumbæ, en svo hætti hann
því er annar organisti kom í Glaumbæ.
Hann átti gamalt orgel þegar ég man eftir,
en ég veit ekki hvenær hann fékk það.
Þetta var danskt orgel, kennt við Petersen
og Steenstrup, mjög primitívt. Venjuleg
orgel eru með tvöföldum belg þannig að
þegar menn stíga kemur blásturinn ekki
beint inn á nóturnar heldur í gegnum
annan belg svo það verður jafn þrýstingur.
En í þessu var einfaldur belgur svo maður
varð að regúlera styrkinn með því hvernig
maður steig. Samskonar orgel var í
Víðimýrarkirkju. Það var í kirkjunni fram
yfir 1920 og í raun orðið ónýtt.
Séra Hallgrímur Thorlacius var enginn
sérlegur áhugamaður um að vera alltaf að
messa. Hann kom samt á kirkjustaðinn
á sunnudögum sat og drakk kaffi hjá
Þorvaldi gamla Arasen. Ég man eftir því
einu sinni að sumri til að við bræðurnir
vorum eitthvað að ríða út og komum í
Víðimýri, því þar var póststöð og þar voru
þá fleiri og allt í einu var kominn dálítill
hópur af fólki þarna. Þá vaknar séra
Jakob Sigurðsson frá Botnastöðum, fæddur
1860, dáinn 1880, þá námspiltur. Jakob
Benediktsson var látinn heita eftir þessum
föðurbróður sínum. Eigandi myndar: HSk.