Skagfirðingabók - 01.01.2014, Blaðsíða 119
ÉG SAT EINUNGIS EINN HEILAN VETUR Á SKÓLABEKK
119
Umsókn
Hér kem ég með umsókn, einn aumur þræll
og allt að því hungurmorða.
Ég veit ekki hvað er að vera sæll,
ég veit ekki hvað er að borða.
Ég morraði á spítala misseri þrjú,
þá minnkaði lífskrafta forðinn,
og sífellt óx skuld mín, og sjá hún er nú
um sjö þúsund gullkrónur orðin.
Í gjörvallri ætt minni engan ég veit
að í æskunni vær´ekki kvalinn
og lifði ekki allan sinn aldur á sveit
uns hann endaði jarðlífið – galinn.
Þá sjaldan mér áskotnast eyrisverð
það eyðist í blásnauðar hræður,
það fer til að styrkja hina félausu mergð,
mína fátæku vesalings bræður.
Nú sérð þú, ó nefnd, minn naumlega hag
og neitir þú alveg að lag´ann
þá hef ég ei annað til athvarfs þann dag
en ólina, lykkjuna og snagann.
Seinasta útgáfan af ljóðum Jóns var
gefin út af Máli og menningu 1986,
eftir að Jón lést. Þá hafði svo verið frá
gengið í erfðaskrá að ekkja Jóns hefði
fullan ráðstöfunarrétt yfir öllum hans
pródúktum. Hún réði því hvaða kvæði
komu í þessari útgáfu. Og þar tók hún með
nokkuð af þessum skenskvæðum hans sem
ekki höfðu verið prentuð áður. Fyrir utan
öll þau sem Jón hafði sjálfur látið prenta.
Þar er mesta safnið af kveðskap hans. Jón
frumorti lítið eftir að hann gaf út ljóðabók
sína. Hins vegar þýddi hann mikið. Við
í Máli og menningu gáfum út sérstaka
bók með þýðingum hans löngu seinna,
einhvern tímann milli 1970 og 1980.
Hún er mjög merkileg því hann þýddi
mikið af stórmerkilegum kvæðum og þau
voru prentuð þar, en eftir það hélt hann
áfram að þýða fram á gamals aldur. Og í
seinustu útgáfunni voru nokkrar þýðingar
sem ekki voru áður prentaðar.
Í þessum þekktu kvæðum Jóns mörg-
um er svo mikil svartsýni, og hann var
áreiðanlega mjög svartsýnn á tímabili
um framtíð Árnasafns. En þetta breyttist
áreiðanlega eftir að kom fram yfir stríð og
handritamálið fór af stað og Danir fóru
þá fyrst að taka tillit til Árnastofnunar í
Höfn, skaffa þeim peninga og vinnu-
skilyrði og húsnæði. Fram að þeim tíma
var Jón eini starfsmaðurinn þarna og
einungis í aukastarfi og hafði enga peninga
fyrir stofnunina. Hann var þá prófessor í
norrænum fræðum við háskólann. En
þetta gjörbreyttist svo þegar safnið var
Jón Helgason „professor antiquitatem“ í
Kaupmannahöfn.
Eigandi myndar: Þjóðminjasafn.