Skagfirðingabók - 01.01.2014, Síða 128
SKAGFIRÐINGABÓK
128
Sigmar Hróbjarts, Júlla Frissa og fleiri,
þegar ókunnan strák bar að. Sá kvaðst
heita Guðmundur, nýfluttur í bæinn og
leigði hjá Frissa Júl. Þarna var þá kominn
Mundi Valda Garðs [Guðmundur Valdi-
marsson], sem fluttur var þarna í næsta
hús við Ólafsbæ. Ég bauðst víst strax til
að bera þennan nýbakaða Króksara yfir
pollinn stóra. Ekki tókst þó betur til en svo,
að ég datt með hann úti í miðjum polli, og
báðir hurfu blautir og grenjandi, hvor til
síns heima. Þetta voru fyrstu kynni okkar
Munda, og upphaf ævilangrar vináttu.
Þessi stígvélasaga minnir mig reyndar
líka á það, þegar frændi minn Sigurgeir
Jónsson, Diddi Jóns, var eitt eða tvö
sumur hjá okkur í Tungu, einmitt um það
leyti sem ég eignaðist stígvélin góðu. Við
vorum á svipuðum aldri, en hann er nú
nýlega látinn eftir langa baráttu við erfiðan
sjúkdóm. Hann varð auðvitað gulur og
grænn af öfund og átti enga ósk heitari
en að eignast slíka kjörgripi. Síðustu
æviár sín – hátt í 70 árum síðar – hringdi
Diddi frændi stundum til mín að spjalla,
og byrjaði alltaf eitthvað á þessa leið:
„Manstu, Óli, þegar hann Guðmundur
pabbi þinn kom með vaðstígvélin handa
mér upp í Tungu!“ – Svona getur lítið
atvik haft mikil og langvarandi áhrif og
orðið stórt í huga manns þegar yfir það
„bregður blæ blikandi fjarlægðar“.
Nálægt hálfri öld síðar – á sextugsafmæli
Didda – rifjaði ég upp gamla daga í Tungu
í eftirfarandi ljóði, sem ber nafnið:
Lambaspörð
Sé ég að nú er Sigurgeir frændi
sextugur orðinn.
Þó grár sé haus
eins og fífill sem fraus,
endist honum þó æskuforðinn.
Býst ég því til að berja hann orðum,
bregða á leik eins og forðum.
Langt er nú síðan
við lékum saman í Skörðum
að leggjum og dóti,
óðum polla,
rændum í rófnagörðum,
rifumst og hentum grjóti.
Mokuðum flórinn
í fóstbræðralagi
og fórum um lífsins
undur að hugsa,
stúdera maðka af mörgu tagi,
mykjuflugur og jötunuxa.
Víst munum við ennþá
Stakkfell og Stólinn
Sigurgeir Jónsson, eða Diddi frændi eins og
höfundur kallaði hann.
Eigandi myndar: Kristján Sigurgeirsson.