Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 129
MINNINGABROT FRÁ BERNSKUTÍÐ
129
og stönsum í borgarysnum
við gamla minning
úr Gönguskörðum.
Leitum að æskunnar
lambaspörðum
handan við ævihólinn.
Þar kátir við eltum
kúarassa,
kútar tveir,
moldargötur að morgni.
Dögg var á lyngi,
fé á dreif um Drögin,
og mörg voru lögin
sem mófuglar sungu
á melunum ofan við Tungu.
Þó gráu hárunum fjölgi
og fúni vor haus,
og alltaf bætist við áraforðann,
verður víst hvorugur okkar alveg laus
við æskuminning að norðan.
Í kvöld getum við ekki
keyrt heim í Skagafjörð,
hvað þá reikað saman
um Gönguskörð.
Ég sendi þér aðeins,
svört og gljáandi hörð
sameiginlegra minninga
lambaspörð.
GARÐURINN HENNAR ÖMMU
ÉG ER að mestu alinn upp í sveit, eða til 12
ára aldurs, en afi minn og amma bjuggu
á Sauðárkróki og stutt að fara í heimsókn
frá Tungu í Gönguskörðum, þar sem
foreldrar mínir bjuggu. Það var alltaf
mikið ævintýri fyrir lítinn sveitadreng að
heimsækja afa og ömmu. Þau hétu Ólafur
Guðmundsson og Sigurlaug Gísladóttir,
og bjuggu, þegar ég man fyrst, í einum
Sauðárkrókur árið 1925 eða 1926. Suðurgatan í forgrunni. Stóra byggingin til hægri er
Sýslumannshúsið, Suðurgata 3, en Læknishúsið stakt norðan við það. Mikið vatn virðist í
Sauðánni. Torfbærinn í tanganum er Ólafsbærinn, reistur 1892 af Jósef Schram járnsmið.
Ólafur keypti hann af Jóesf 1905 og bjó þar í 20 ár. Sunnan við er Runólfsbærinn, byggður
1895. Í honum var búið til 1930. Milli þeirra er nýbyggingin Árós, reist 1925. Strandferðaskip
er úti á legunni.
Ljósm.: Pétur Hannesson. Eigandi myndar: HSk.