Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 130
SKAGFIRÐINGABÓK
130
nokkurra torfbæja, sem þá voru enn við
lýði. Sá var alltaf kallaður Ólafsbær og
stóð á eystri bakka Sauðár, skammt neðan
við brúna. Síðar byggðu þau svo steinhús
neðan við bæinn, skammt frá árósnum
og nefndu það Árós. Það stóð við
ógreinilegan götuslóða sem lá meðfram
ósnum og kallaður var Frúarstígur. Þar
mun nú heita Freyjugata og Árós vera þar
númer 22. Síðar, þegar foreldrar mínir
fluttu „á mölina“, byggðu þau við húsið
og þar bjuggum við.
Fyrir 70 árum, þegar ég fer fyrst að
muna eftir mér, var hvorki grænt né
gróðursælt að litast um á Króknum, frekar
en í mörgum öðrum sjávarþorpum. Þarna
hjúfraði þorpið sig upp að Nöfunum,
háum, bröttum og gróðurvana skriðum,
en neðan þeirra spíruðu húsin upp úr
berum malarkambinum eins og einmana
geldingahnappar úr grjóturð og skýldu
hvert öðru fyrir veðrum og vindum sem
um þau næddu, ýmist ofan úr Skörðum
eða utan úr reginhafi. Þarna bjó duglegt
og hjartahlýtt fólk, sem flest mun hafa
átt fullt í fangi með að eiga til hnífs og
skeiðar. Tómstundir hafa því ugglaust
ekki gefist margar, og þá síst til svo
Fjölskyldumynd frá því um 1911. Hér sitja ,,afi og amma“, Sigurlaug Gísladóttir og Ólafur
Guðmundsson, með Þóreyju dóttur sína milli sín, móður Ólafs Björns Guðmundssonar. Aftan
við standa systkini Ólafs: Ingibjörg Guðmundsdóttir á Sauðárkróki, Gísli Guðmundsson
veitingamaður á Sauðárkróki og Helga Guðmundsdóttir lengst til hægri. Milli Gísla og Helgu
er mágkona þeirra systkina, Stefanía Margrét Jóhannesdóttir saumakona, gift Birni Hinriki
Guðmundssyni. Til vinstri, við hlið Sigríðar, situr dóttir Ingibjargar, Sigríður Þorleifsdóttir,
fædd 1900.
Eigandi myndar: HSk.