Skagfirðingabók - 01.01.2014, Síða 133

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Síða 133
MINNINGABROT FRÁ BERNSKUTÍÐ 133 stærsta og fallegasta garðinn á gervöllum Króknum, ýtt undir það að hún léti verða af því að koma sér upp svolitlum blómagarði. Víst er það, að marga ferðina fóru þær á milli og oft voru einhver blóm með í för – og hellt upp á könnuna á eftir. En hvaða blóm voru það þá sem uxu þarna upp úr mölinni í garði ömmu minnar? Ekki er nú víst að ég geti munað það með vissu, því eitthvað er víst farið að falla á minnið eftir nær þrjá aldarfjórðunga, en reynt get ég þó að rifja upp nokkur nöfn. Eitt þeirra blóma sem hún hafði mikið dálæti á voru „kristallsskálar“, sem hún alltaf nefndi svo, en sumir nefndu postulínsblóm og enn aðrir skugga- steinbrjót (Saxifraga umbrosa). Þessum kristallsskálum sínum raðaði amma öðru- megin götunnar, en hinumegin voru bellísar (Bellis perennis – Fagurfífill) og áriklur (Primula auricula – Mörtulykill). Þetta voru „kantblómin“ hennar, sem afmörkuðu malborna götuna. Út við girðinguna voru hávaxnari jurtir til að gefa skjól, einkum að austanverðu, en þaðan blés hafgolan harðast og mest. Þarna stóðu mestu „töffararnir“ svo sem venusvagninn (eða bláhjálmurinn – Aconitum) og ránfangið (Tanacetum), en báðar þessar plöntur voru víða notaðar sem einskonar limgerði, til skjóls. Af svona hávaxnari fjölærum blómum man ég einnig eftir silfurhnöppum (Achillea ptarmica), sem amma var alltaf að berjast við að halda í skefjum því þeir skriðu svo mikið um, einnig t.d. jakobsstiga (Polemonium), vatnsbera (Aquilegia), kornblóm (Centaurea) og gott ef hún átti ekki líka vænan hnaus af lúpínum úti í einu horninu. Af íslenskum blómum man ég eftir þrílitu fjólunni (Viola tricolor), sem, eins og þið líklega vitið, hefur verið talin sú hin fræga „brekkusóley“ í frægu ljóði Jónasar Hallgrímssonar. Einnig man ég gleym-mér ei (Myosotis arvensis) og mjaðurtina (Filipendula ulmaria). Eitthvað átti hún líka alltaf af sumarblómum, að minnsta kosti man ég eftir morgunfrú (Calendula officinalis) og stjúpum (Viola wittrochiana), og kannski voru þau fleiri sem henni áskotnuðust frá vinkonu sinni, Hansínu, úr stóra garðinum læknisins. Já, þarna var hann, litli blómagarðurinn hennar ömmu minnar á Króknum, fyrir löngu, löngu síðan. Örlítill blettur með litríkum blómum, falinn á milli húsanna á mölinni. Ugglaust hafa fæstir bæjarbúa nokkurn tíma veitt honum eftirtekt eða vitað af honum, og ekki minnist ég þess að hún fengi fólk í forvitnisheimsókn í garðinn. Mér er nær að halda, að þetta áhugasvið, blómaræktin, hafi legið fyrir utan og ofan meðvitund manna í þá daga, enda svo ótalmörgu öðru að sinna er brýnna þótti. Annað mál var að rækta blóm inni í stofum. Þar voru víða allir gluggar fullir af rósum og fúksíum og pelargóníum í niðursuðudósum með götum á botni og vafðar marglitum krep- pappír. Þær döfnuðu ágætavel við ein- faldar rúður, vatnsfylltar gluggakistur og hóflegan stofuhita. En að vera að fikta við þetta utandyra þótti ekki ráðlegt, nema auðvitað kartöflur, rófur og rabarbara, sem flestum er landnæði höfðu, þótti sjálfsagt að rækta. Enn á ég hlýjar æskuminningar um þennan litla blómareit á Króknum – garðinn hennar ömmu – og þær minn- ingar hafa einskis misst af sinni hlýju í hafgolu og Skarðagolu langrar ævi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.