Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 142
142
GUÐBRANDUR ÞORKELL GUÐBRANDSSON
OG HJALTI PÁLSSON FRÁ HOFI
SAGA AF SLEÐA
ÞVÍ VERÐUR VART með orðum lýst
hvílíkar breytingar hafa orðið í sam-
göngum á Íslandi á nýliðinni tuttugustu
öld. Við fórum inn í öldina á hestum
og með handverkfæri en út úr henni svo
vélvædd að nú hreyfir sig varla nokkur
maður nema með því að snúa stýri
eða spyrna við eldsneytisgjöf. Þróunin
frá hinu dreifða samfélagi fortíðar til
þéttbýlismyndunar nútímans krafðist þess
að neysluvörur væru fluttar með meiri
hraða frá framleiðendum til neytenda til
að tryggja ferskar vörur á markaði. Á móti
þurfti auðvitað líka að koma því þannig
fyrir að aðfengnar rekstrarvörur, hvort
sem var til sjávar eða sveita, bærust með
sambærilegum hætti til baka.
Erfiðar samgöngur
EN MEÐAN VEGIR og flutningatækni voru
löguð að kröfum tímans, urðu menn oft
að hlíta enn harðari kröfum sem landið
sjálft, lega þess og veðurfar gerði til
manna, tækja þeirra og verkþekkingar.
Þegar Íslendingar fóru að byggja upp
mjólkurvinnslu á þriðja og fjórða áratug
síðustu aldar kallaði það að sjálfsögðu á
greiðar og tíðar samgöngur, bæði milli
landshluta og innan þeirra. Í Skaga-
firði hófst regluleg vinnsla mjólkur í
júlímánuði árið 1935, en árið áður höfðu
fulltrúar á aðalfundi KS samþykkt að
félagið byggði mjólkurstöð, stæði fyrir
mjólkurvinnslu og hefði forystu um
mjólkurflutninga að stöðinni. Ekki var
tvínónað við hlutina í þá daga og rúmu
ári síðar var stöðin tilbúin að taka á móti
fyrstu mjólkurlítrunum, sem Ólafur
Lárusson í Skarði flutti til samlagsins í
hestakerru.
Aðfangasvæði samlagsins var framan
af einkum næstu sveitir við Sauðárkrók,
en fljótlega stækkaði það, framleiðsla
og flutningaþörf jókst í réttu hlutfalli.
Það kom auðvitað fljótlega í ljós að
veturnir gátu orðið býsna erfiðir og þá
reyndist harðsótt að koma mjólkinni
óskemmdri til samlagsins með þeirra
tíma flutningatækni. Tækin voru fyrst og
fremst vörubílar sem í þá daga voru hvorki
burðamiklir né öflugir og aldrifsbílar
nánast óþekkt fyrirbrigði. Einnig var
erfitt að halda bensínvélunum gangandi
í frostum, hríð og skafrenningi. Smám
saman urðu bílarnir þó öflugri og eitt af
því sem fylgdi herjum bandamanna, sem
lögðu landið undir sig 10. maí 1940, voru
ýmis ökutæki með drifi á öllum hjólum.
En það voru fleiri tæki en aldrifstrukkar