Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 149
SAGA AF SLEÐA
149
um lagt úti á víðavangi, svo sem eins og
hverju öðru gagni sem hafði lokið sínu
hlutverki. Samgöngutæknin hafði breyst
og enginn bjóst við að sleðinn kæmi
framar að notum. Þannig leið einn og
hálfur áratugur og tímans tönn byrjaði
að vinna á þessu tæki sem enginn virtist
hafa lengur þörf fyrir. Þá skyndilega varð
atburður sem markaði upphaf nýs kafla í
sögu sleðans, sem allir héldu að væri lokið.
Þá varð slys úti á Skefilsstöðum á Skaga.
Helstu heimildarmenn um þann atburð
eru Sigurþór Hjörleifsson í Messuholti,
Bragi Skúlason á Sauðárkróki og Ingólfur
Sveinsson á Lágmúla, sem allir tóku þátt
í björgunaraðgerðum, auk upplýsinga frá
fjölskyldu Margrétar.
Það mun hafa verið föstudaginn 17.
janúar árið 1975 að Margrét Viggós-
dóttir bóndi að Skefilsstöðum á Skaga
var að bjarga rekaviði undan sjó við
svokallaða Skefilsstaðabakka, þar sem
eru sjávarhamrar niður undan bænum.
Margrét hafði tveimur árum fyrr misst
mann sinn, Gunnar Guðvarðarson í
hörmulegu sjóslysi, en hann fórst við
grásleppuveiðar ásamt nágranna sínum,
Baldvin Jónssyni á Hóli í sömu sveit. Var
Margrét að þessum starfa ásamt sonum
sínum, Brynjari 14 ára og Sigurði 18 ára.
Hún var uppi á bökkunum á dráttarvél og
dró viðarbolina upp úr fjörunni með þeim
hætti að vír var brugðið um trén og hann
festur í dráttarbúnað vélarinnar. Brynjar
yngri sonur hennar var uppi á bakkanum
móður sinni til aðstoðar en Sigurður var
niðri í fjörunni og festi vírinn í rekaviðinn.
Vírspottinn reyndist heldur stuttur og
því kallaði Sigurður neðan úr fjörunni
að fá lengri taum til að festa í trén. Af
þeirri ástæða bakkaði Margrét lengra og
lengra uns vélin tók að renna aftur á bak
Ýtan með bíl Skagfirðingasveitar á sleðanum
komin út fyrir Heiði í Gönguskörðum.
Ljósm.: Adolf Björnsson, rammi úr fréttamynd.
Ýtan að koma í hlaðið á Skefilsstöðum.
Ljósm.: Adolf Björnsson, rammi úr fréttamynd.
Margrét borin út í bílinn á Skefilsstaðahlaði
Ljósm.: Adolf Björnsson, rammi úr fréttamynd.