Skagfirðingabók - 01.01.2014, Blaðsíða 151
SAGA AF SLEÐA
151
slösuðu konu upp á hurð, hún borin upp
eftir fyrrnefndu gildragi sem má heita eina
færa uppgönguleiðin. Sigurþór var jafnan
með samanvafið segl á sleða sínum og var
nú gripið til þess og því sveipað utan um
Margréti.
Skömmu eftir að búið var að koma
Margréti upp á bakkana, komu sleða-
menn úr Skagfirðingasveit á staðinn. Í
för með þeim var Óskar Jónsson, læknir
á Sauðárkróki. Hlúði hann að Margréti til
bráðabirgða og bjó hana til flutnings heim
að bænum. Nú voru góð ráð hinsvegar
dýr að koma slasaðri konunni inn á
Sauðárkrók, því að vegurinn var kolófær
og útilokað að ryðja þessa löngu leið á
skömmum tíma.
Ákveðið var því að grípa til þessa
margumrædda sleða, setja bíl upp á
hann og flytja Margréti í upphituðum
bílnum til Sauðárkróks, þar sem hægt
yrði að veita henni læknishjálp. Sleðinn
var sóttur þar sem honum hafði verið
lagt einum og hálfum áratug fyrr á
Skarðsmelunum og farið með hann að
Messuholti þar sem hann var um nóttina
undirbúinn til verkefnisins. Allt tók þetta
talsverðan tíma að gera sleða, beltavél
og bíl tilbúinn til flutningsins, og varð
það ekki fyrr en daginn eftir að lagt var
af stað. Var bíl Skagfirðingasveitar ekið
upp að Heiði í Gönguskörðum, þar
sem hann var settur upp á sleðann og
bundinn. Bílnum ók Bragi Skúlason,
þá formaður Skagfirðingasveitar, en
beltavélinni ók Viðar Ágústsson frá
Kálfárdal. Þessi beltavél var af gerðinni
International BTD-20, önnur tveggja
slíkra sem Ræktunarsambandið hafði
keypt af Vélasjóði ríkisins þegar hann var
lagður niður. Var hin vélin með ýtutönn.
Þeim fylgdu lokræsaplógar, en vélarnar
höfðu verið notaðar til að draga þá.
Leiðangrinum fylgdu vélsleðamenn til
halds og trausts. Gekk farsællega að koma
Margréti á Sjúkrahúsið á Sauðárkróki en
ferðalagið tók átta klukkustundir fram
og til baka. Margrét komst til heilsu eftir
þetta, en slysið setti mark á hana alla tíð
síðan og líklega meira en utanaðkomandi
hafa gert sér ljóst.
Þegar næsta dag var aftur haldið út
á Skefilsstaðabakka og nú til að bjarga
dráttarvélinni. Kom beltavélin og sleð-
inn enn við sögu í þeim leiðangri ásamt
björgunarsveitarmönnum. Aftur ók Viðar
Ágústsson beltavélinni, þá starfsmað-
ur Ræktunarsambandsins og félagi í
Skagfirðingasveit. Hún var með öflugu
spili að aftan, sem nýttist vel við björgun
dráttarvélarinnar. Var sleðanum slakað
niður í fjöru, honum hvolft ofan á
dráttarvélina, sem sneri með hjólin upp, og
hún fest við sleðann. Þegar togað var með
spilinu í taugina hvolfdist sleðinn að nýju
og var nú á réttum kili með vélarflakið.
En þegar sleðinn var kominn áleiðis upp
stöðvaðist drátturinn á frosinni þúfu niðri
í bakkanum. Vegna myrkurs var ákveðið
Margrét Viggósdóttir komin á sjúkrahúsið í
umsjá Óskars Jónssonar læknis.
Ljósm.: Adolf Björnsson, rammi úr fréttamynd.