Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 152
SKAGFIRÐINGABÓK
152
að slaka honum niður aftur og geyma
lokaaðgerðir til næsta dags. Morguninn
eftir fór Ingólfur Sveinsson á Lágmúla
niður í kaðli og pjakkaði burtu þúfuna.
Gekk þá vel drátturinn og var vélin, sem
var af Ferguson-gerð, flutt að Messuholti
þar sem gert var við hana. Talsverður
hópur björgunarsveitarmanna kom að
þessu verki frá Sauðárkróki og a.m.k. einn
frá Varmahlíð.
Skáli fluttur á Tungnahrygg
FYRSTA HÚSIÐ, sem flutt var á sleð-
anum var skálatetur, sem Ferðafélag
Svarfdæla hafði ákveðið að koma fyrir
uppi á Tungnahrygg í miðjum Tungna-
hryggsjökli við botn Kolbeinsdals
og Skíðadals inn af Svarfaðardal.
Tungnahryggur gengur lítið eitt vestar
en réttvísandi norður frá háum hnjúk
sem sumir kalla Hólamannahnjúk og
er milli Tungnahryggsjökuls og Barkár-
dalsjökuls. Tungnahryggurinn klýfur
samnefndan jökul hinsvegar nú orðið
í tvennt og sitt hvorum megin hans
ganga tungur jökulsins ofan í efstu drög
Kolbeinsdals sem heita Austurdalur og
Vesturdalur. Skálastæðið, sem valið hafði
verið af Svarfdælingum undir forystu
Hjartar Þórarinssonar á Tjörn, er á
urðarbing eða jökulskeri skammt norðan
við fyrrnefndan hnjúk. Upphaflega
var meiningin að flytja skálann með
þyrlu á staðinn og var hann því hafður
eins léttbyggður og mögulegt var. Sá
flutningsmáti var hinsvegar afskrifaður
af ýmsum orsökum og samdi Hjörtur
því við svila sinn, Sigurþór í Messuholti,
um að annast flutninginn á skálanum
á sleðanum títtnefnda og yrði jarðýta
notuð til dráttar. Flekar þeir, sem skálinn
var settur saman úr, voru því fluttir
vestur að Messuholti og hann boltaður
saman þar. Þetta var haustið 1980 og
ætlunin að flytja sleðann þegar kæmi
fram á útmánuði 1981. Af því varð þó
ekki því afar lítið snjóaði þann vetur og
treystu Sigurþór og félagar hans sér ekki
til að draga húsið og sleðann inn allan
Kolbeinsdal við þær aðstæður öðruvísi
en valda landspjöllum sem allir vildu
forðast.
Þegar kom fram á vetur 1982 var snjór
að vísu ekki mikill en þó taldi Sigurþór fært
að leggja í þennan flutning. Var ákveðið að
draga húsið á sleðanum yfir Hálsgrófina
og inn eftir dalnum. Þetta verk reyndist
þó seinlegra en menn ætluðu, því að snjór
var tæplega nógu mikill og verkið reyndist
allt tafsamara en menn höfðu vonað.
Allt var unnið í sjálfboðavinnu og menn
höfðu ekki nema helgar til þess arna.
Ekki voru það alltaf sömu menn sem að
verkinu komu, þótt þar hafi verið harður
Dráttarvélin sem fór niður í fjöruna. Hún
lenti á hvolfi og framhjólastellið slitnaði af.
Eftir endurgerð hennar í Messuholti þjónar
hún enn í búskap hjá frístundabændum á
Hafragili, Kára Sveinssyni og Margréti Guð-
mundsdóttur á Sauðárkróki.
Ljósm.: Margrét Guðmundsdóttir.