Skagfirðingabók - 01.01.2014, Blaðsíða 153
SAGA AF SLEÐA
153
Kolbeinsdalsbotn 17. apríl 2008. Myndin tekin úr Elliðanum utan og ofan við Almennings-
háls. Austurdalur til vinstri og Vesturdalur til hægri, aðskildir af Tungnahryggnum. Leiðin
með skálann lá inn eftir Staðargöngum vinstra megin árinnar, yfir árgilið þar sem ýtan sunk-
aði niður um snjóbrú, yfir í Tunguna og síðan sem leið lá inn Vesturdalinn hægra megin á
mynd. Hér blasa við sjónum margir fjallahnjúkar. Lengst til vinstri er kollótt bunga sem
gefið hefur verið nafnið Guðríður, 1.230 metra há. Síðan taka við svonefndir Leiðarhnjúkar.
Ystur þeirra rís Ingólfur, 1.303 metrar, kenndur við Ingólf Nikódemusson á Sauðárkróki.
Steingrímur, 1.316 metrar, kenndur við Steingrím Eiðsson úr Svarfaðardal, og fremstur
Eiður, 1.278 metrar, nefndur eftir Eiði Guðmundssyni á Þúfnavöllum. Lengst til hægri er
Eiríkshnjúkur, 1.305 metra hár.
Ljósm.: Hjalti Pálsson.
kjarni undir forystu Sigurþórs, sem naut
dyggrar aðstoðar vina sinna og þá ekki
síst Friðriks A. Jónssonar vélsmiðs. Urðu
þær víst a.m.k. þrjár helgarnar, sem í þetta
fóru og var uppistaðan í hópnum félagar
í Skagfirðingasveit, björgunarsveitinni á
Sauðárkróki, og einnig var Hjalti Pálsson
sagnfræðingur, sem fjöldamörg sumur
hafði unnið á jarðýtum, þátttakandi í
verkefninu sem ýtustjóri, ásamt Ásgrími
Þorsteinssyni frá Varmalandi.
Í fyrsta áfanga var farið föstudaginn
26. febrúar 1982 með jarðýtu og sleðann
með húsinu á yfir í Hjaltadal á eyrarnar
utan og neðan við Víðines. Sunnudaginn
28. var lagt af stað austur yfir Hálsgróf
og síðan fram dalinn, yfir ána sunnan við
ármótin við Heljará og komust menn í
þessum áfanga fram á Staðargöngur. Var
skilið við ækið niður undan Ingjaldsskál.
Föstudagskvöldið næsta, þann 5.
mars, lögðu menn svo enn af stað. Þann
hóp skipuðu Hjalti Pálsson, Sigurþór
Hjörleifsson, Friðrik A. Jónsson, Ásgrímur