Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 163
SAGA AF SLEÐA
163
Þúfnavallaskáli kominn á undirstöður sínar á áfangastað. Gunnar Ágústsson býst til
heimferðar með lausan sleðann í eftirdragi.
Ljósm.: Gunnar Ágústsson.
og tróðst nú vel. Var haldið um Dýjadal
og niður ranann vestan við Gvendarstaði,
yfir Þverá og síðan fram eyrarnar í
dalnum. Var farið yfir Víðidalsána á ís rétt
norðan við áfangastaðinn og gekk nokkuð
vel að komast þá leið. Um miðnætti var
húsið komið á undirstöður. Gunnar
Ágústsson fór þá til baka með ýtuna
og sleðann og gekk það viðstöðulaust.
Nokkrir gistu í skálanum en aðrir fóru
heim. Að þessum flutningi unnu félagar
úr björgunarsveitinni Skagfirðingasveit
undir stjórn Braga Skúlasonar húsasmíða-
meistara og sveitarformanns, ásamt ferða-
félagsmönnum.
Daginn eftir var gengið frá og hefur
Þúfnavallaskáli orðið vinsæll áningar- og
gististaður, ekki síður en Trölli.
Eftirmáli
EFTIR AÐ FLUTNINGUR Þúfnavallaskál-
ans var afstaðinn, var sleðanum komið
fyrir austan við verkstæðið í Messuholti.
Einhverntíma á fyrstu árum 21. aldar
hurfu svo hamsarnir af honum og virðist
enginn vita hvað af honum varð. E.t.v.
er hann enn á sínum stað, hefur sokkið í
gras og verið jarðaður þegar flutt var möl
í planið austan við húsið.
Helstu heimildir:
Dagbækur Hjalta Pálssonar. Dagblaðið Tíminn
19. 1. 1975. Samgönguminjasafnið í Stóragerði.
Samtöl við eftirtalda: Sigurþór Hjörleifsson
Messuholti, Sigurð R. Antonsson Sauðárkróki,
Braga Skúlason Sauðárkróki, Ingólf Sveinsson
Lágmúla, Magnús Ingvarsson Sauðárkróki,
Björn Fr. Svavarsson Kvistholti, Jóhann E.
Rögnvaldsson Hrauni III, Stein L. Rögnvaldsson
Hrauni II. Að auki hafa fjölmargir gefið
upplýsingar í óformlegu spjalli.