Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 165
[Ó]SKILGETNAR DÆTUR ÞJÓÐARANDANS
165
sögur, enda þótt eg yrði lafhræddur af
sögunum, sem mér voru sagðar, og það
svo, að eg bað móður mína um að halda
utan um mig í rúminu.1
Jón fór suður á land í Bessastaðaskóla
árið 1843 og fluttist síðan til Reykjavíkur
1849 með Sveinbirni Egilssyni, þá ráðinn
sem kennari og aðstoðarmaður hans í
Reykjavíkurskóla.2 Þegar Jón stundaði
nám í Bessastaðaskóla kynntist hann
Magnúsi Grímssyni. Saman fóru þeir að
safna þjóðsögum og fleiru, og afrakstur
þess kom síðan út árið 1852 í bók sem
var nefnd Íslenzk æfintýri. Eftir útgáfu
þeirrar bókar héldu þeir félagar áfram að
safna þjóðsögum og ýmsum þjóðlegum
fróðleik, en sú söfnun gekk heldur treglega
þrátt fyrir góðan vilja. Sex árum eftir
útkomu Íslenzku æfintýranna, eða 1858,
lagði maður að nafni dr. Konrad Maurer
leið sína til Íslands. Maurer var þýskur
lögfræðingur sem hafði brennandi áhuga
á norrænum fornfræðum og hann eggjaði
þá félaga til frekari söfnunar og útgáfu á
þjóðsögum. Sjálfur ferðaðist Maurer um
Ísland þetta ár og safnaði handritum og
sögum sem hann skrifaði upp eftir fólki.
Maurer hafði lært forníslensku upp á sitt
eindæmi áður en hann kom til landsins
og kynnst þar að auki íslensku talmáli í
Kaupmannahöfn.3
Magnús Grímsson félagi Jóns Árna-
sonar dó áður en söfnun þeirra var komin
almennilega af stað, svo að eftir stóð Jón
einn með þessa aukavinnu sína. Þrátt
fyrir það tókst honum með þrotlausri
vinnu og hjálp vina og samferðafólks að
nurla saman sögum svo út kom 1. bindið
af Íslenzkum þjóðsögum og ævintýrum árið
1862, aðeins fjórum árum eftir komu
Maurers til Íslands.4 Þetta þjóðsagnasafn
átti að kynna munnmælasögur og menn-
ingararf þjóðarinnar og Jón segir meðal
annars í formála sínum5 í 1. bindi þjóð-
sagnanna:
...en til eru einnig aðrar sögur sem
hafa, eins og bóksögurnar, fyrst framan
af gengið munna á milli og það miklu
lengur margar hverjar en bóksögurnar.
Það eru alþýðusögurnar eða munn-
mælasögur og ævintýri og veit enginn
hvað gömul þau eru sum hver. Þessari
Konrad Maurer,
prófessor.
Jón Árnason,
þjóðsagnaritari.
1 Finnur Sigmundsson, Úr fórum Jóns Árnasonar, 9-10.
2 Finnur Sigmundsson, Úr fórum Jóns Árnasonar, 5.
3 Sigurður Nordal, Forspjall, 19-20; 30-31.
4 Finnur Sigmundsson, Úr fórum Jóns Árnasonar, 14; Foreldrar og systkini, ásamt ýmsum vinum Jóns voru
einnig heimildamenn í þjóðsagnasafni hans, sjá: Skrá yfir heimildamenn í Jón Árnason, Ísl. þjóðsögur og
ævintýri, 6. bindi, 45-48; Nöfn fjölskyldu og vina: Finnur Sigmundsson, Úr fórum Jóns Árnasonar, 9–10–
11–12.
5 Formáli Jóns birtist ekki í fyrstu útgáfu þjóðsagnasafnsins, heldur formáli Guðbrandar Vigfússonar. Jón lifði
ekki að sjá útgáfu með sínum formála. Sjá: Finnur Sigmundsson, Úr fórum Jóns Árnasonar, 372–3; Sigurður
Nordal, Forspjall, 14.