Skagfirðingabók - 01.01.2014, Blaðsíða 168
SKAGFIRÐINGABÓK
168
TAFLA 2
Sýslur Fjöldi heimildamanna
Árnessýsla 27
Austur-Barðastrandarsýsla 7
Austur-Húnavatnssýsla 28
Austur-Skaftafellssýsla 6
Borgarfjarðarsýsla 10
Dalasýsla 12
Eyjafjarðarsýsla 39
Gullbringusýsla 19
Kjósarsýsla 8
Mýrasýsla 6
Norður-Ísafjarðarsýsla 4
Norður-Múlasýsla 13
Norður-Þingeyjarsýsla 2
Rangárvallasýsla 25
Skagafjarðarsýsla 48
Sýslur Fjöldi heimildamanna
Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla 7
Strandasýsla 10
Suður-Múlasýsla 8
Suður-Þingeyjarsýsla 15
Vestur-Barðastrandarsýsla 4
Vestur-Húnavatnssýsla 10
Vestur-Ísafjarðarsýsla 0
Vestur-Skaftafellssýsla 4
Danmörk 6
England 2
Svíþjóð 1
Færeyjar 3
Reykjavík 32
Ekki í töflu 2
Samtals: 358
heimildamanna sinna, svo ekki er gott
að sjá hvaðan allt efnið kom upphaflega
sem ættað var frá honum.13 Til þess að
skilja betur staðsetningu heimildamanna
Jóns Árnasonar er því ekki nóg að líta á
sýsludreifingu skrásetjara, heldur verður
að greina sama hlut um alla þá sem eiga
nafn sitt á sögum í þjóðsagnasafninu.
Sýsludreifing heimildamanna
ÞJÓÐSÖGURNAR SEM birtust í hinu viða-
mikla safni Jóns Árnasonar hafa löngum
verið taldar endurspegla sagnasjóð Ís-
lendinga allra. Þegar nánar er að gáð
breytist sú mynd að nokkru; í fræðiritum
er því haldið fram að sögurnar komi að
mestum hluta frá Reykjavík, Vestur- og
Norðurlandi, en litlu hafi verið safnað til
að mynda af Vestfjörðum og enn minna
frá öðrum landshlutum.14 Sú mynd er þó
ekki fullkomlega rétt.
Þegar farið er út í það viðamikla og
tyrfna verk að staðsetja heimildamenn
Jóns eftir sýslunum fornu15 má sjá að
flestir heimildamanna hans voru vissu-
lega á Norðurlandi, en ekki bara úr
Húnavatnssýslum eins og ætla mætti
í fyrstu. Sú forna sýsla sem hefur vinn-
inginn með yfirburða meirihluta heim-
13 Finnur Sigmundsson, 1950, 151; 283.
14 Um þetta var rætt á námskeiðinu „Íslenskar sagnir, þjóðtrú og samfélag“ haustið 2011. Kennari námskeiðsins,
Júlíana Magnúsdóttir, staðfesti það í tölvupósti til ritgerðarhöfundar þann 18.11.2011.
15 Það skal tekið fram að sýsludreifing bæði skrásetjara og heimildamanna getur varla talist nema „nánast“ rétt
frá hendi ritgerðarhöfundar, þar sem sumir heimildamanna voru illa nafngreindir og staðsettir. Þó var farið
mjög ítarlega yfir allar tölur og vafaatriði. Auk þessa hafa sýslurnar fornu verið nánast afnumdar og í staðinn
komin sveitarfélög með ýmis nöfn, sem fáir hafa á reiðum höndum, nema ef til vill hörðustu aðdáendur
sjónvarpsþáttarins Útsvars. Til viðbótar má nefna vandkvæði við að staðsetja ýmsar eyjar úti fyrir ströndum
landsins eftir sýslum, t.d. skiptast Breiðafjarðareyjar á milli þriggja sýslna og ekki er alltaf gott að sjá um hvaða
ey er að ræða. Til þess að finna út rétta staðsetningu ýmissa sveitabæja, voru auk 6. bindis Íslenskra þjóðsagna,
notuð kortabók og sagnagrunnurinn.