Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 169
[Ó]SKILGETNAR DÆTUR ÞJÓÐARANDANS
169
ildamanna, er nefnilega Skagafjörður með
48 einstaklinga skráða fyrir sögum. Næst
á eftir Skagafirði kemur nágrannahéraðið
Eyjafjörður með 39 menn. Reykjavík er
svo með 32 heimildamenn og Austur-
Húnavatnssýsla 28. Norður-Múlasýsla
sem hafði flesta skrásetjara, eða 16, hefur
aðeins 13 heimildamenn skráða í töflu 2
eins og sjá má.
Athygli vekur að í Norður-Ísafjarðar-
sýslu er enginn skrásetjari en fjórir
heimildamenn. Í Vestur-Ísafjarðarsýslu
er enginn, en í Strandasýslu og Barða-
strandarsýslum eru um það bil tuttugu
samanlagt, þannig að Vestfirðingar hafa
átt örlítið stærri hlut í þjóðsagnasafninu
en talið hefur verið. Ef tafla 2 er sett upp
í súlurit má glögglega sjá mismuninn á
fjölda heimildamanna eftir staðsetningu.
Vitaskuld eru hér einnig nokkur
skekkjumörk líkt og í töflunni yfir
dreifingu skrásetjara. Prestar voru mjög
færanlegir líkt og sagt hefur verið frá, en
einnig konur þar sem þær fluttust frekar
en karlar eftir að þær voru komnar í
hjónaband. Þó má álykta að skekkju-
mörkin fyrir sýsludreifingu séu minni
í þessari töflu en hjá skrásetjurunum,
þar sem fleiri yfirstéttarmenn eru taldir
þar, en heimildamenn voru auk presta,
oft almúgafólk og bændur sem fluttust
síður.
Ef farið er í nafnaskrá 6. bindis þjóð-
sagnasafnsins er oft tekið fram hvar
viðkomandi var fæddur eða dvaldist
síðast og þá líklega fram í andlátið.
Nokkrar persónur eru þar sagðar vera
upprunnar úr Skagafirði eða dveljast
þar síðar um ævi sína, og ef þetta fólk er
tekið með í skagfirsku töluna þá hækkar
hún upp í 56. Í töflu 4 má sjá það
heimildafólk sem bætist við áðurnefnda
talningu og jafnframt dæmi um hvernig
heimildamenn voru flokkaðir á sýslur.
Í þessari viðbótartölu er til að mynda
Sigurður málari, sem óumdeilanlega er
TAFLA 3: Dreifing heimildafólks
Fjöldi
og