Skagfirðingabók - 01.01.2014, Síða 174
SKAGFIRÐINGABÓK
174
borgarinnar í dag. Árið 1852 réðust
Akureyringar t.d. í að stofna prentsmiðju
og Finnur Sigmundsson skrifar að ein
ástæða þess sé að „Norðlendingar vilja
ekki vera eftirbátar Sunnlendinga í
menningarmálum.“26 Jafnframt reyndu
Akureyringar að fá Jón Árnason til starfa
hjá sér en hann var tregur til. Frá sömu
prentsmiðju kom út tímaritið Norðri þar
sem Jón Borgfirðingur birti hugvekju Jóns
Árnasonar óumbeðinn. Jón síðarnefndi
var ekki allskostar ánægður með þessa
birtingu,27 en hún gæti hugsanlega hafa
vakið áhuga almennings og verið ein
orsökin fyrir fjölda heimildamanna á
þessum slóðum. Guðbrandur Vigfússon
minnist einu sinni á prentsmiðjuna norð-
lensku. Það er ekki vel ljóst hvað hann
á við, nema hvað orð hans geta varla
talist jákvæð. Hann skrifar í bréfi til Jóns
Árnasonar árið 1860: „Finnbogasaga er
léleg saga og mátulegt yrkisefni fyrir Svein
og Akureyrarprentsmiðjuna.“28 Þarna
kemur aftur í ljós þessi kergja á milli
menntamanna að sunnan og norðan.
Í þriðja lagi voru ekki allir á eitt
sáttir um hvar handrit skyldu geymd og
hver ætti að hafa þau undir höndum.
Samvinnutregðan milli landshlutanna
tveggja endurspeglaðist þannig líka þegar
kom að handritamálum og eftirsókn
Jóns Árnasonar í fróðleikinn. Þegar Skúli
Gíslason benti Jóni á menn í Skagafirði,
sem ættu ef til vill eitthvað af handritum,
kom einnig fram að vandkvæði gætu
verið á að fá þau send suður. Til að mynda
sagði Skúli að Tómas á Hvalsnesi á Skaga
væri „svo sérvitur, að eg veit ekki hvort
nokkuð er við hann eigandi.“29 Líklega
hefur sannleikskorn leynst í þessum
orðum því Tómas er hvergi nefndur í
safni Jóns. Jafnframt skrifaði Skúli:
En engan einstakan mann hef eg
vitað eiga meira safn af alls konar
prentuðum bókum, yngri og eldri,
viðkomandi Íslandi eins og séra
Jón á Mælifelli og eins skrifaðar
bækur, yngri annála, hirðstjóra- og
lögmannaæfir, sýslumannasögur Jóns
sýslumanns Jakobssonar og hið mikla
safn mag. Hálfdans Einarssonar til
prestatals í Skálholtsstifti með við-
aukum og leiðréttingum Halldórs
[Hjálmarssonar] vinar hans, og eru
þau mjög þörf hverjum, sem vildi rita
nákvæma sögu og lýsing skáldsins. Allt
þetta á nú síra Benedikt á Hólum, og
26 Finnur Sigmundsson, Úr fórum Jóns Árnasonar, 23. Skagfirðingar, meðal annarra, styrktu dyggilega stofnun
þessarar prentsmiðju. Sjá: Kristmundur Bjarnason, Skagfirzkur annáll 1847–1947, 18.
27 Finnur Sigmundsson, Úr fórum Jóns Árnasonar, 130.
28 Finnur Sigmundsson, Úr fórum Jóns Árnasonar, 241. Guðbrandur móðgaði einnig Sigurð málara með því að
sleppa því að birta myndir frá honum í safninu. Jafnframt hæddist Guðbrandur að honum í bréfum til Maurers
og Jóns Árnasonar. Sjá sömu heimild, 267; 279.
29 Sjá tilvísun 26.
Skúli Gíslason,
prestur.
Bólu-Hjálmar,
skáld.