Skagfirðingabók - 01.01.2014, Blaðsíða 175

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Blaðsíða 175
[Ó]SKILGETNAR DÆTUR ÞJÓÐARANDANS 175 veit eg ekki hvað sonur hans á við að gjöra, eftir því sem af honum er látið. En síra Benedikt mun hér um bil vilja vita bækur sínar í Víti sem í Reykjavík.30 Þarna kemur mjög glöggt fram fyrrnefnd kergja og Reykjavík er talin jafngildi helvítis þegar kemur að því að varðveita handrit norðlinga. Jón Árnason var heldur ekki barnanna bestur í þessum málum og þegar hefur komið fram álit hans á handritum Bólu-Hjálmars og Gísla Konráðssonar. Auk þess virðist hann hafa komið heldur ómaklega fram við Jóhannes á Gunnsteinsstöðum og Bólu-Hjálmar, en sá fyrrnefndi þurfti greinilega að biðja Jón oftar en einu sinni um sama hlut: Enn sem fyrri bið eg yður að senda mér sögur þessar aftur, þegar þér hafið tekið afskrift af þeim, því karlinn [Bólu-Hjálmar] vill ekki eg fargi því, sem hann lætur mig fá, og er mjög á glóðum um það, sem eg sendi, því af fáu á hann notandi afskriftir eftir, og sumu alls engar.31 Jóhannes hafði jafnframt beðið um peningaaðstoð fyrir Bólu-Hjálmar þar sem hann var orðinn veikur fyrir og betur til þess fallinn að skrifa heldur en að vinna fyrir sér. Jón Árnason skrifaði hjá sér á eitt þessara bónbréfa: Eg verð ekki eftir með 2 rd. árlega til Hjálmars, ef hann lætur allt, sem hann skrifar og hefir samið, geymast sem landsins eign á stiftsbókasafninu í Reykjavík.32 Svo virðist sem Jón hafi haldið sumum handritum Hjálmars í gíslingu í Reykja- vík og ekki kemur fram hvort karlinn fær uppskriftir sínar til baka eða ekki. Segja má að hræðsla norðanmanna um eignir sínar hafi þess vegna átt við nokkur rök að styðjast. Skúla Gíslasyni þótti einnig nóg um breytingar Jóns og fleiri á handritum sem þeim bárust, en hann setur fram ósk um að skrásetjarar láti ekki menntun sína standa í vegi fyrir að skrifa sögurnar upp á tungutaki heimildamanna. Jóhannesi á Gunnsteinsstöðum ofbýður líka, en hann skrifar: „heldur þóttist eg hart leikinn, að mér skyldi vera með öllu neitað um að fá nokkurt kver léð til afritunar fyrir lestrarfélag okkar.“33 Jón Árnason kom því ekki endilega fram við vinnuhesta sína af sanngirni. Hann ætlaðist til mikils af þeim en endurgalt ekki að sama skapi. Svo þar er e.t.v. komin enn ein hugsanleg skýring á fjölda heimildamanna í Skaga- firði en fáum sögnum; fólkið hefur kannski ekki viljað láta fróðleikinn leka frá sér suður yfir heiðar. Niðurstöður ÞÆR UPPLÝSINGAR SEM þessi umfjöllun veitir kalla í raun á enn frekari rannsóknir. Ég hef skýrt frá niðurstöðum talningar á heimildamönnum þjóðsagnasafnsins og 30 Finnur Sigmundsson, Úr fórum Jóns Árnasonar, 104. 31 Finnur Sigmundsson, Úr fórum Jóns Árnasonar, 192. 32 Finnur Sigmundsson, Úr fórum Jóns Árnasonar, 189; 202. 33 Finnur Sigmundsson, Úr fórum Jóns Árnasonar, 94.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.