Skagfirðingabók - 01.01.2014, Qupperneq 176
SKAGFIRÐINGABÓK
176
skrásetjurum í hverri sýslu landsins og
niðurstöður þessar hafa komið nokkuð
á óvart. Uppruni Jóns Árnasonar var
rakinn í stuttu máli, sem og teng-
ing hans og annarra Húnvetninga við
Skagfirðinga, sem áttu flesta heimilda-
menn í safninu. Jafnframt hef ég nefnt
nokkrar mögulegar ástæður fyrir fæð
sagna hjá heimildamönnum á fyrr-
nefndu svæði. Þegar ég segi frá þeim
samskiptaörðugleikum sem virðast hafa
ríkt á milli norðanmanna og Jóns Árna-
sonar og annarra í flokki sunnlendinga,
er ekki langsótt að hugsa til þess hversu
oft landsbyggðinni er stillt upp á móti
höfuðborginni í margvíslegri þjóðfélags-
umræðu í dag. Vera má að kergja Skag-
firðinga og annarra fyrir norðan á
19. öld hafi endurspeglað það sama.
Íslenskir menntamenn í Reykjavík og
utanlands voru byrjaðir að vinna að
mótun sjálfsmyndar Íslendinga á þessum
tíma sem og sjálfri sjálfstæðisbaráttunni.
Hugsanlega hefur norðlingum ekki þótt
þeir fá nægilegt tækifæri til að taka þátt í
þessari baráttu og kergjan frá þeirra hendi
brotist út líkt og lýst er í lokakaflanum.
Skagfirðingar eiga skráða í kringum
fimmtíu heimildamenn í Íslenskum þjóð-
sögum og ævintýrum, en aðeins 333 sagnir.
Verkefni framtíðarinnar hlýtur að vera
að telja saman sagnir heimildamanna
úr öðrum sýslum til að fá betri saman-
burð en bara þær rúmlega 1.000 sagnir
sem Jón Árnason á sjálfur. Jafnvel væri
áhugavert, en hugsanlega óvinnandi, að
setja niður nokkuð nákvæmlega allar
sagnir í safninu á sýslur heimildamanna
sinna og sjá þá kannski einhver einkenni
á hverju svæði fyrir sig. Þessi samantekt
hlýtur því aðeins að vera upphaf að öðru
stærra verkefni.
Heimildaskrá:
Finnur Sigmundsson. Úr fórum Jóns Árnasonar.
Finnur Sigmundsson tók saman. Reykjavík:
Hlaðbúð, 1950.
Gunnell, Terry. Prestlærðir safnarar þjóðsagna á
19. öld. Í: Rannsóknir í félagsvísindum XII.
Félags- og mannvísindadeild. Erindi flutt á
ráðstefnu í október 2011. Ritstj.: Ása Guðný
Ásgeirsdóttir, Helga Björnsdóttir, Helga
Ólafsdóttir. Reykjavík: Háskóli Íslands,
2011, 598–605. Sótt þann 12. nóvember
2011 á: http://hdl.handle.net/1946/10261
Jón Árnason. Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri,
1.– 6. bindi. (Ný útgáfa). Árni Böðvarsson
og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfu.
Reykjavík: Þjóðsaga, 1980.
Kristmundur Bjarnason. Skagfirzkur annáll
1847–1947, 1. bindi. Reykjavík: Mál og
mynd og Sögufélag Skagfirðinga, 1998.
Ólína Þorvarðardóttir: Þjóðsögur Jóns Árna-
sonar? Í: Þjóðlíf og þjóðtrú, ritgerðir
helgaðar Jóni Hnefli Aðalsteinssyni.
Reykjavík: Þjóðsaga, 1998, 245-269.
Sigurður Nordal. Forspjall I–III. Í: Þjóðsagna-
bókin: Sýnisbók íslenskra þjóðsagnasafna. 1.
bindi. Sigurður Nordal tók saman. Reykja-
vík: Almenna bókafélagið, 1971. xiii–lvii.
Heimildir sem notaðar voru til glöggvunar
á sýslustaðsetningu heimildamanna og skrá-
setjara.
Jón Árnason. Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri,
6. bindi. (Ný útgáfa). Árni Böðvarsson
og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfu.
Reykjavík: Þjóðsaga, 1980.
Landabréfabók. 2. útgáfa. Reykjavík: Náms-
gagnastofnun, 1989.
Vefsíður.
Leitarvefurinn google.is
Sagnagrunnur Terry Gunnells, síðast skoðað
18. nóvember 2011: http://sagnagrunnur.
razorch.com/