Skagfirðingabók - 01.01.2014, Síða 177
177
HJALTI PÁLSSON FRÁ HOFI
TEJO STRANDAR
VIÐ ALMENNINGSNEF
HINN 6. NÓVEMBER 1899 lagði spænskt
fiskitökuskip, Tejo að nafni, leið sína
frá Ísafirði norður og austur fyrir
Hornstrandir. Næsti viðkomustaður var
áætlaður Akureyri við Eyjafjörð. Árla
næsta morgun strandaði skipið innanvert
við Almenningsnef, norður frá Hraunum
í Fljótum.
Tejo var um þessar mundir leiguskip
á vegum DFDS, þ.e. Det Forenede
Dampskibs Selskab í Danmörku. Á
Íslandi nefndist það Sameinaða gufu-
skipafélagið. Það hét eftir fljótinu Tejo
sem rennur gegnum höfuðborgina
Lissabon í Portúgal og var að jafnaði
notað í Miðjarðarhafssiglingum. Skipið
var nýlegt, smíðað 1891 í skipasmiðju
Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn.
Það var rúmar 800 brúttólestir, nær 500
nettó, og mjög íburðarmikið, vistarverur
klæddar harðviði og kopar og hafði smíði
þess kostað 320.000 krónur danskar.
Strandferðaskipin Hólar og Skálholt
voru einnig á vegum DFDS og höfðu siglt
ströndina frá árinu 1898 á tímabilinu frá
miðjum apríl og fram í lok október, en
þá fóru þau utan. Þau voru systurskip,
hétu þar Vadsö og Vardö, 500 tonn að
stærð, smíðuð í Noregi 1892–1893 og
keypt þaðan í ársbyrjun 1898. Þau komu
til Íslands í apríl sama ár og skyldu Hólar
sigla á austurströndina og norður fyrir en
Skálholt vestur fyrir. Á þessum árum voru
Laura, Ceres og Vesta einnig í milliferðum
frá Íslandi til Kaupmannahafnar. Þessi
skip voru hvort tveggja í senn ætluð til
vöru- og farþegaflutninga. Annað hvort
strandferðaskipið, Hólar eða Skálholt,
átti upphaflega að taka saltfiskinn og
sigla með út en það fórst fyrir og Tejo var
sent til Íslands að sækja farminn.1
Í blaðafregn 13. október 1899 var sagt
frá komu Tejo til Reykjavíkur:
Gufuskipið Tejo, aukaskip frá hinu sam-
einaða gufuskipafélagi, kom hingað í
fyrra kveld eftir 8 daga ferð frá Englandi,
og hafði komið við í Færeyjum. Það á að
fara kringum land að taka saltfisk til
Spánar.2
Þegar skipið var við Færeyjar, þann
10. október, varpaði einn skipverja
flöskuskeyti fyrir borð. Það rak síðar á
land á norðausturströnd Straumeyjar og
1 Guðmundur Sæmundsson frá Neðra-Haganesi. Viðtal við höfund í nóvember 2004.
2 Þjóðólfur 13. 10. 1899, bls. 199.