Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 179
TEJO STRANDAR VIÐ ALMENNINGSNEF
179
Gufuskipið Tejo staldraði lengi í
Reykjavík og lestaði saltfisk. Þaðan lét
það úr höfn 31. október áleiðis vestur
og norður um land til að lesta saltfisk
á nokkrum höfnum og flytja til Spánar.
Síðasti viðkomustaður átti að verða
Seyðisfjörður og þaðan skyldi haldið
til Færeyja ef enn yrði pláss í lestinni,
annars beint til Liverpool í Bretlandi.4
Skipið virðist hvergi hafa siglt á hafnir
vestanlands en til Ísafjarðar kom það 2.
nóvember með um 3.000 skippund af
saltfiski. (Skippund er 160 kg.) Þar lá
það nokkra daga og bætti í lestina. Næsti
viðkomustaður skyldi verða Akureyri, en
skipið átti að geta tekið a.m.k. 5.000–
6.000 skippund, síðan Vopnafjörður og
Seyðisfjörður.5
Frásögn úr Fljótum
HANNES HANNESSON, síðar kennari
og skólastjóri á Melbreið í Stíflu, átti
heima á Illugastöðum í Austur-Fljótum
þegar þessi atburður gerðist og var þá
á 12. árinu. Hann skrifaði um 1960
dálitla samantekt um strandið og verður
hér á eftir stuðst við frásögn hans með
nokkrum úrfellingum. Hann segir m.a.
á þessa leið:
Veðri var svo farið að mjög var
lágskýjað og gekk yfir með él annað
veifið. Hæg austlæg átt var á og
sjólítið, landið alhvítt af fönn og
skyggni slæmt. Engir voru þá vitar
komnir á þessum slóðum, hvorki á
Siglunesi né Sauðanesi. Næsta höfn
við strandstaðinn var Haganesvík í um
það bil 6 sjómílna fjarlægð.
Ekki mun skipstjóra hafa verið vel
ljóst hvar þá hafði að landi borið.
Leiðarreikningurinn sýndi að enn
vantaði nokkuð á vegalengdina en
hvort þeir voru vestan eða austan
Eyjafjarðar vissu þeir ekki. Allir skip-
verjar voru danskir og enginn þeirra
hafði farið þessa leið áður. Skipstjóri
taldi þó hæpið að þeir gætu verið
komnir inn á Eyjafjörð, að minnsta
kostir ekki sem neinu næmi. Töldu
skipverjar líklegast þeir væru einhvers
staðar í mynni Eyjafjarðar. Þar eð
sjólaust mátti kalla og hægviðri tók
skipstjóri það ráð að halda kyrru fyrir
í skipinu til morguns, eða þar til færi
að birta af degi.
Þegar dagur rann og birti upp
Þorsteinn Þorsteinsson í Vík.
Eigandi myndar: HSk.
4 Bjarki 18. 11. 1899, bls. 183; Ísafold 22. 11. 1899, bls. 290.
5 Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi 10. 11. 1899, bls. 228.