Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 181
TEJO STRANDAR VIÐ ALMENNINGSNEF
181
valdi Guðmundur hreppstjóri einn
vinnumanna sinna, ungan og ötulan.
Sá hét Sölvi og var sonur Halldórs er
lengi bjó að Syðsta-Hóli í Sléttuhlíð.
Kom hann ferðinni vel fram, enda
röskur og þrekgóður. Einnig var sendur
hraðboði til Siglufjarðar að tilkynna
strandið og fá þaðan og af Úlfsdölum
menn og báta til björgunarstarfa.
Í Haganesvík var um þessar mund-
ir langt komið smíði íbúðar- og versl-
unarhúss sem Einar B. Guðmundsson
bóndi á Hraunum var að láta byggja
þar fyrir væntanlegan verslunarrekstur
sem Gránufélagið stofnsetti þar og
Einar veitti forstöðu frá árinu 1900-
1910. Þarna fengu skipbrotsmenn
inni nokkra daga meðan þeir biðu
þess að verða sóttir.6
Björgunarstörf undirbúin
RYDER SKIPSTJÓRI á Tejo ritaði þegar
bréf til afgreiðslumanns skipafélagsins í
Reykjavík, konsúls C. Ziemsen. Þar segir
hann m.a. að skipið hafi rekist á blindsker
í blindbyl, hér um bil 4 mílufjórðunga
fyrir vestan Siglufjörð, þar brotnað á það
gat og skipið fyllst af sjó. „Skipshöfnin
bjargaði sér á bátum til Haganesvíkur.
Engin von um að skipinu verði bjargað,
með því að steinarnir eru gengnir inn úr
botninum. Ef veður leyfir, mun auðvitað
verða reynt að bjarga því, sem bjargað
verður.“ Jafnframt biður Ryder um
að reyna að fá strandferðaskipið Hóla
norður til að hjálpa til að bjarga vörum
úr Tejo. Segist hann hafa sent bæði til
Akureyrar og Austfjarða að fá hjálp
þaðan; en sú hjálp geti dregist. Jafnframt
skrifaði afgreiðslumaður gufuskipsins
á Sauðárkróki, Stefán kaupmaður
Jónsson, til konsúls C. Zimsen með sama
sendimanninum, að sömu nóttina, sem
Tejo barst á, hafi gufubáturinn Víkingur
frá Thor E. Tulinius í Kaupmannahöfn
legið á Hofsósi, nýfarinn frá Sauðárkróki,
og ætlað til Akureyrar og þaðan áleiðis
til Austfjarða. Muni sendimaður hafa
lagt af stað til Akureyrar samdægurs, í
Strandferðaskipin
Hólar og Skálholt
hófu ferðir við Íslands-
strendur árið 1898,
bæði um 500 tonn að
stærð, smíðuð í Noregi
1892–1893. Hér
er strandferðaskipið
Skálholt en Hólar var
systurskip þess, eins að
stærð og útliti.
Eigandi myndar: HSk.
6 HSk 47a, 4to, bls. 124–127.