Skagfirðingabók - 01.01.2014, Síða 186
SKAGFIRÐINGABÓK
186
leiðslum haldið áfram. Fyrstur kom
fyrir réttinn 2. stýrimaður, Georg Lund.
Hann fór af vaktinni klukkan 4 og lagði
sig þegar. Hann vaknaði við strandið
og rétt á eftir kom 1. stýrimaður niður
til hans og tjáði að skipið hefði kennt
grunns. Hann, eins og fleiri sem saman
komu hjá skipstjóra til ráðagerða eftir
strandið, lýsti þeirri skoðun sinni að óráð
hefði verið að reyna að bakka skipinu
af strandstað. Í fyrsta lagi vegna þess að
engar líkur voru á að það tækist. Í öðru
lagi hefði það fljótt sokkið ef losnað hefði
og komist á dýpra vatn.
Ryder skipstjóri kom þá aftur fyrir
réttinn og skýrði frá því að daginn
eftir strandið, þann 8. nóvember, hefði
verið hríðarveður og alls ekki viðrað
til björgunarstarfa, en þann dag voru
send boð til Sauðárkróks, Siglufjarðar
og Eyjafjarðar með beiðni um aðstoð
við björgun úr skipinu, einnig boð
til umboðsmanns skipafélagsins að fá
eitthver tilfallandi skip á vettvang til
aðstoðar eða taka skipshöfnina.
Þann 9. nóvember hófst björgunar-
starfið. Þegar menn komust á strandstað
sást að skipið hafði lítið færst frá þeirri
stefnu sem það hafði við strandið en
hallaðist svolítið á bakborða. Káetan,
afturlestin, vélarrúmið og fírplássið
voru full af sjó, sömuleiðis neðsti og
aftasti hluti af stóra aðalþilfarinu meðan
saltaða lúðan [hellefisk] í kössum á
framhluta aðalþilfarsins var á þurru.
Pósturinn um borð náðist og var sendur
til Siglufjarðar með lautinant Kjær og
tveimur hásetum. Mörgum verðmætum
innanstokksmunum sem auðvelt var
að nálgast, var bjargað og þeir fluttir til
Haganesvíkur, svo sem áttaviti, ljósker
og trossur, einnig níu búnt af köðlum
sem var farmur frá Leith til Eyjafjarðar.
Þennan dag unnu 46 menn á 9 bátum
við björgunina.
Þann 10. nóvember var skipstjóri eftir
í Haganesvík þar sem von var á komu
gufuskipsins Víking eða einhvers annars
gufuskips. Fór 1. stýrimaður í hans stað
í björgunarleiðangurinn. Skipið stóð enn
óhreyft og þennan dag unnu 55 manns
á 11 bátum við björgunaraðgerðir. Þá
náðust m.a. óskemmd 38 skippund af
Spánarfiski tilheyrandi Skúla Thoroddsen
á Ísafirði og 20–30 skippund tilheyrandi
Thomsen kaupmanni í Reykjavík.
Þann 12. nóvember unnu 66 manns
á 12 bátum og náðist þá m.a. um 30
skippund fiskjar af Thomsenshlutanum
sem komið var upp í Hraunakrók. Til
Haganesvíkur var bjargað nokkrum
Einar B. Guðmundsson bóndi og
dannebrogsmaður á Hraunum.
Eigandi myndar: HSk.