Skagfirðingabók - 01.01.2014, Síða 188
SKAGFIRÐINGABÓK
188
Hér með leyfi ég mér að tilkynna yður
velborni herra afskipti mín af strandinu
á Almenningsnefi (ss Tejo) og flutningi
strandmanna, eftir það að þér fóruð úr
Haganesvík þann 19. f.m.
Eins og þér munið var svo um talað
áður en þér fóruð, að skipstjóri og
stýrimaður færi út að s/s Tejo að morgni
þess 20. f.m. Einnig var svo um talað að
björgun skyldi halda áfram þann dag,
eins af mönnum þeim sem áttu að flytja
strandmennina norður sjóleiðis. Fór ég
því að morgni þess 20. með marga báta
og menn út að strandi og var strax tekið
að bjarga fiski og rusli. Skipið hafði
allt skemmst síðan seinast var í það
komið; öll skilrúm niður brotnað og
allur fiskur niðri í sjó [lestarnar orðnar
fullar af sjó]. Um miðjan dag fékk ég
bréf frá skipstjóra þar sem hann segist
ekki muni koma út í skip fyrr en um
leið og hann fari norður [til Akureyrar]
og biður mig að koma snemma næsta
morgun með bátana.
Björgun var þann dag haldið áfram
fram í myrkur. Um kvöldið um
háttatíma kom enn bréf frá skipstjóra
og biður hann mig í því að finna sig
yfir í Haganesvík snemma næsta
morgun, 21. þ.m., þar sem sér hafi
dottið í hug að hætta við að fara
sjóveg til Akureyrar ef nokkuð yrði
að veðri og fara heldur landveg fram
Skagafjörð og norður Öxnadalsheiði.
Vill hann láta mig útvega sér 20 hesta
og fylgdarmenn. Ég skrifaði honum
aftur og lofaði að koma tímanlega.
Ennfremur gaf ég honum nákvæma
lýsingu á skipinu eins og það var á sig
komið um morguninn.
Áður en birti morguninn þann
21. fór ég yfir í Haganesvík en setti
umsjónarmann við björgunina á
meðan. Fór ég með bátunum sem
norður ætluðu því að veður var
gott, þó hálf dimmmóskulegt væri.
Þegar yfirum kom var skipstjóri og
strandmenn allir frá að leggja af stað á
opnum bátum í því útliti. En ég sagði
skipstjóra að með öllu væri óhugsandi
að framfylgja ferðaáætlun þeirri sem
hann hefði stungið upp á kvöldinu
áður því að sú ferð mundi kosta
minnst 700–800 krónur þó hestar
fengjust sem mjög væri ólíklegt. Stakk
ég upp á því við hann að hann og
félagar hans skyldu fara ríðandi fram í
Stíflu eða fram undir fjall, ganga síðan
yfir Klaufabrekkur og fá sér síðan
hesta í Svarfaðardalnum til Akureyrar
en annar báturinn skyldi fara með
dót þeirra. ,,Settust þá regin öll á
rökstóla“, þ.e. skipstjóri og stýrimaður,
timburmaður og matrós Christiansen,
Ólafur Eyjólfsson og Snorri smiður.
Var málið rætt ítarlega, hvort menn
væru fótaveikir, hvort skinnskór væru
fyrir höndum og snjósokkar o.s.frv.
Að lokum var fallist á þessa uppá-
stungu mína með öllum atkvæðum.
Fékk ég þá strax lánaða sjö hesta
handa þeim og fjóra fylgdarmenn.
Færri máttu þeir ekki vera. Þar sem
strandmennirnir gátu ekki komist
án þess að hafa með sér ofurlítinn
flutning sem bera þurfti yfir fjallið
ef bátnum legaðist með dót þeirra á
leiðinni. Síðan var báturinn fermdur
og ég fór með honum út í s/s Tejo. Var
björgun haldið áfram þann dag allan
og þann næsta.
Ekki var fiskinum skipt þá daga til
þess að björgunin tefðist ekki. Var
honum stakkað í stóra stakka, sumu