Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 189
TEJO STRANDAR VIÐ ALMENNINGSNEF
189
inni en sumu úti en allt góss sem
bjargaðist var látið inn í læst hús.
Næsta dag, 23., átti að skipta
fiskinum, bæði á milli ábyrgðarsjóðs
og bjargenda, og bjargenda innbyrðis.
Var það meining allra, er við björgun-
ina voru, að fiskurinn lægi undir
skemmdum ef hann biði lengi,
enda skoruðu menn á mig að bjóða
ábyrgðarsjóðshlutinn upp svo fljótt
sem unnt væri, þegar skiptum væri
lokið, sökum áðurnefndrar ástæðu.
[Björgunarlaun til starfsmanna voru
þriðjungur af því sem bjargað var úr
skipinu.] En þennan dag, 23., var
blindhríð. Þó komust skipti á á milli
bjargenda og björgunarsjóðs. Tilkynnti
ég mönnum þá að ég myndi halda
uppboð á ábyrgðarsjóðsfiskinum næsta
góðan dag eftir það að bjargendur væru
búnir að skipta milli sín innbyrðis. Áleit
ég að ekki þyrfti að auglýsa uppboð
þetta öðru vísi þar sem hvorttveggja var
að fiskurinn gat alls ekki heyrt undir
það sem í 18. gr. strandlaganna er nefnt
„mikið góss“ og í öðru lagi að hann
lá undir skemmdum eftir áliti manna
ef hann biði – eins og meðfylgjandi
vottorð ber með sér.
Næsta dag, þann 24., skiptu bjarg-
endur fiskinum með sér innbyrðis. Þá
lét ég og sækja góss það er skipstjórinn
hafði beðið mig að láta sækja og bjóða
upp ásamt björgunargóssinu.
Þann 25. var svo uppboð haldið á
fiskinum, kartöflum, eplum og fleiru
sem lá undir skemmdum ef uppboðið
drægist. Ennfremur kolum sem eftir
urðu í Haganesvík og kolum sem
bjargast höfðu. Fiskurinn var seldur á
Grasflöturinn til vinstri heitir Kóngssæti en ofar á mynd brýtur á klettahleinum fram af
Almenningsnefi. Á milli heitir Kóngssætisvík.
Ljósm.: Hjalti Pálsson.