Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 191
TEJO STRANDAR VIÐ ALMENNINGSNEF
191
100 skippund alveg óskemmd og
ágætasta verslunarvara, en eitthvað á 3.
hundrað skippund dálítið skemmt, en
þó útgengileg vara, hitt meira skemmt.
Fyrir forgöngu Einars á Hraunum
gengu Fljótamenn og Siglfirðingar í
félag til að kaupa á uppboðinu, enda
fór fiskurinn með óheyrilega lágu verði.
Hjálpaði það og til, að fáir menn úr
fjarlægari hreppum sýslunnar sóttu
uppboðið, sakir þess að skæð barnaveiki
gekk í Fljótum og læknir varaði menn
því við að fara á uppboðið. Hefur
skipstrand þetta orðið fádæma happ fyrir
þá Fljótamenn og Siglfirðinga og ekki
síst fyrir Einar dannebrogsmann er best
stóð að vígi til að hagnýta sér það, enda
framtakssamastur og efnaðastur manna
norður þar.11
Blaðið Stefnir á Akureyri birti ítarlega
frétt 19. nóvember 1899. Þar segir:
Eins og getið er um í síðasta blaði
strandaði gufuskipið Tejo vestan við
svonefnt Almenningsnef í Fljótum.
Skipið kom að vestan og hafði um 4
þúsund skippund af fiski frá Suður- og
Vesturlandinu, helminginn af þeim
fiski átti Zöllner. Skipið ætlaði hingað á
fjörðinn og var veður dimmt og landsýn
slæm. Kl. 4 um nóttina kom skipstjóri
á vörð, en kl. 5 hljóp skipið upp í fjöru
með fullri ferð.
Um orsakirnar til þess að skipið lenti
11 Þjóðólfur 15. 12. 1899, bls. 235.
Kóngssætisnef nær en Almenningsnef fjær, þar sem klappirnar ganga í sjó fram. Á milli er
Kóngssætisvík, stutt vik þar sem áður var malarfjara. Lengra út frá er Skriðnavík og enn utar
Dalavogar, niður undan Dalabæ.
Ljósm.: Hjalti Pálsson.