Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 193
TEJO STRANDAR VIÐ ALMENNINGSNEF
193
Af Akureyri er skrifað í desember:
„Póststjórnin í Reykjavík lét nú
norðanpóstinn reka nærri alla hestana
lausa norður, og komu með honum fá
bréf og engin blöð nema Fjallkonan.
En allt var sent með eimskipinu Tejo,
líklega til sparnaðar. Lá svo pósturinn
nærri mánuð á Siglufirði, eða þangað til
sent var eftir honum af Akureyri. Skyldi
slíkt verða leikið oft?“ 13
Blaðið Austri á Seyðisfirði flutti frétt 21.
nóvember 1899 og segir þar:
Skipstrand. Þann 7. þ.m. strandaði
gufuskipið Tejo, skipstjóri Ryder, norður
af Fjótum í Skagafjarðarsýslu, í dimm-
viðri. Allir skipverjar komust af inn
á Haganesvík þar sem þeim var tekið
með þeirri mannúð og gestrisni, er
Fljótamönnum er svo eiginleg. Hraðboði
var strax sendur til Akureyrar og var hann
svo heppinn að ná í Víking rétt í því
hann var að fara þaðan. Fór Víkingur
síðan út að strandinu, en átti þar illt
mjög aðstöðu vegna ofsaveðurs og brims.
Tók Víkingur 16 af skipbrotsmönnum
til flutnings til útlanda. Skipstjóri Ryder
og stýrimaður, ásamt þriðja manni,
urðu eftir til að sjá um björgun o.fl.
sem þar er mjög örðug í þeim ógöngum
er skipið er strandað við. Skipið var frá
hinu sameinaða gufuskipafélagi og hafði
meðferðis 4.000 skippund. af saltfiski og
er hætt við að eigi bjargist nema eitthvað
lítið eitt af farminum, en skipið mölvist
sjálft í spón í stórgrýtinu og briminu.
Víkingur, skipstjóri Hansen, kom
þann. 18. að norðan. Með voru: konsúll
Carl Tulinius og skipbrotsmennirnir af
Tejo, þar á meðal lautenant Kjær, hinn
væntanlegi skipstjóri á Ceres að ári.
Víkingur hafði meðal annars farms 350
tunnur síldar.14
Ryder skipstjóri fór síðar af landinu.
Austri getur þess í frétt 30. desember 1899
að Egill, skip Ottos Wathne, skipstjóri
Endresen, hafi komið að norðan til
Seyðisfjarðar á aðfangadagskvöldið og
Gufuskipið
Egill, farþega- og
flutningaskip í eigu
Ottos Wathne.
Mynd: Silfur hafsins.
13 Fjallkonan 20. 1. 1900, bls. 2.
14 Austri 21. 11. 1899, bls. 126–127.