Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 59

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 59
H r y l l i n g u r ! H r y l l i n g u r ? Va m p ý r a n g e n g u r l a u s TMM 2010 · 2 59 verðasta – ef ekki beinlínis áhuga- verðasta – vampýruskáldverkið sem komið hefur fram á þessari þúsöld.41 Kvenlegi þátturinn Það er þó áhugavert að í sögu Lindqvist reynist stelpan eftir allt- saman vera strákur. Vissulega er persónan allan tímann á mörkum kynjanna – eins og er undir- strikað í myndinni, en þar kemur það í raun aldrei alveg fram að Eli sé strákur – og því enn eitt áhugavert dæmið um hvernig vampýrunni blæðir yfir markalínur. Lindqvist er sömuleiðis einn af fáum karlkyns- höfundum sem náð hafa athygli í vampýruheiminum undanfarið, en almennt séð hefur þessi nýjasta bylgja vampýra verið einokuð af konum (undantekningarnar eru Joss Whedon, höfundur Buffy og leikstjórar og handritshöfundar Undirheimamyndanna, en í heimi kvikmynda og sjónvarpsefnis eru karlmenn enn meira eða minna allsráðandi). Það eru konur sem eru höfundar og konur sem eru, að mestu leyti, aðalpers- ónur. Þetta hefst með Rice (eins og svo margt annað), heldur áfram með Laurell K. Hamilton (sem er ekki almennt þekkt en á mikilvægan hlut í því að ryðja brautina fyrir yfirnáttúrulegu ástarsögurnar) og þaðan inní nýju öldina með þeim Charlaine Harris, Stepheney Meyer, Cast- mæðgum og Richelle Mead, svo nefnd séu þau dæmi sem hér hafa verið til umfjöllunar.42 Þessi aukni þáttur konunnar hefur ekki aðeins haft þau áhrif að kvenpersónur (og hin umdeilda kynhvöt kvenna) eru áberandi, heldur hefur hrollvekjan komið út úr skápnum (eins og vampýrur Harris) sem kvennamenning. Þrátt fyrir að hrollvekjan hafi lengst af verið álitin strákadót þá er ljóst að allt frá upphafi hefur hrollvekjan höfðað sér- staklega til kvenna. Það þarf ekki annað en að skoða sögu gotnesku skáldsögunnar og helstu höfunda hennar, allt frá Clöru Reeve og Anne Radcliffe til Mary Shelley, til að sjá að konur hafa löngum hallað sér að hryllingi. Vissulega er það svolítið undarlegt að til að gera vampýrurnar kvenvænni þá þurfi hún skyndilega að heita yfirnáttúruleg ástarsaga en ekki hrollvekja, en þetta má þó einnig skoða sem dæmi um það hvernig hrollvekjan, og þá sérstaklega frægasti fulltrúi hennar, vampýran, hafnar öllum markalínum. Það sem einkennir vampýruna jafnvel Vampýra eða Ást og sársauki 1894 eftir Edward Munch.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.