Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Síða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Síða 122
D ó m a r u m b æ k u r 122 TMM 2010 · 2 skáldsögur, og ég hygg hún taki reyndar gott skref framávið með skáldsögu sinni Auði. Að því er ég best veit hefur hún hingað til notað uppdiktaðar persónur þótt þær eigi sér ýmislegar fyrirmyndir. Nú kýs hún að söguhetju margfræga konu úr Íslandssögunni og þarf bæði kjark og þekkingu til að endurrita söguna svo sem hún gerir. Kannski má skilja það svo að nú sé komið að kvennasögunni. Þá verður spennandi að fylgjast með framhaldinu. Sérlega hlakkar sá sem hér ritar til að lesa um Íslandsförina þar sem Auður hafði við- komu á Orkneyjum og efndi til höfðingjaættar Orkneyjajarla, og í Færeyjum þar sem efnað var í Götuskeggja. Það er eins og Auður hafi ætlað sér með því að gifta sonardætur sínar á strategískum stöðum að skapa Norður-Atlantshafs stórveldi. Því miður tókst það ekki alveg. Eins og áður leggur höfundur sig fram um að skapa líf og segja spennandi sögu – og það gerir hún vel, þó að hér verði hins vegar bent á viss vandamál sem skapast í frásögninni. Það er augljóst mál að skáld hafa fullt leyfi til að breyta sögunni þótt stuðst sé við sögulegar heimildir. Þannig er fátt við því að segja að Vilborg (eins og hún rekur í eftirmála bókarinnar) skuli víkja frá Landnámu varðandi við- skilnað þeirra hjóna Auðar og Ólafs hvíta en þar segir ótvírætt að Ólafur hvíti, maður Auðar, hafi fallið í bardaga og eftir það hafi hún farið með Þorstein son sinn í Suðureyjar („Ólafur féll á Írlandi í orustu, en Auður og Þorsteinn fóru þá í Suðureyjar“ ÍF Ia:136). Vilborg lætur þau hjón hins vegar skilja með mikilli heift og Ólaf reka Auði á brott með kvonarmundinn einan. Í Eftirmála bókar sinnar rekur Vilborg að fátt sé með vissu vitað um Ólaf. Það er laukrétt, en af því að auðæfi Auðar djúpúðgu (eða -auðgu) skipta miklu í þeirri mynd sem Íslendingasögurnar gáfu af henni er hentugt að láta hana standa til arfs eftir þrjá herkonunga. Það verður þrengra um vik eftir skilnaðinn. Vitaskuld er það góð dramatík sem Vilborg skapar með því að láta Ólaf ásaka konu sína fyrir að hafa tekið annan mann fyrr en hann og þar með rangfeðrað Þorstein. Það er vitanlega freistandi, þegar fjallað er um tíma heiðninnar á Norður- löndum að búa sér til verulega árekstra milli kristni og heiðni. Ekki síst á vorum trúarstyrjaldadögum. Í því ljósi er spennandi að láta Ketil flatnef höggva Gilla hinn kristna, meðal annars vegna þess að hann sé æfur yfir skírn dætra sinna. En það rímar illa við það sem Vilborg nefnir líka í Eftirmála: Aðeins eitt barna Ketils var óskírt, Björn hinn austræni. Helgi bjólan, sem á samkvæmt Laxdælu að hafa farið til Íslands þegar faðir hans neitaði að fara „í þá veiðistöð“ (og Íslendingar hafa aldrei almennilega fyrirgefið honum, nema þá kvótakóngar), hann var skírður – og þá líklega í Noregi? Í rauninni er fjarska fátt sem bendir til að Ketill hafi verið sérlega uppnæmur fyrir kristin- dómi. Reyndar gera íslenskar heimildir afskaplega lítið úr kristni Auðar. Í Laxdælu er hún heygð eins og hver annar heiðingi, þótt Landnáma segi að hún hafi verið greftruð í flæðarmáli, „því hún vildi eigi liggja í óvígðri moldu, er hún var skírð.“ Og eins og margir heiðnir landnámsmenn lætur Auður önd- vegissúlur vísa sér til búsetu. Sannleikurinn er sá, ef við höllum okkur að íslenskum heimildum, að við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.