Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Qupperneq 123

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Qupperneq 123
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 2 123 höfðum afskaplega lítið að segja af trúardeilum. Átökin í Kjalnesingasögu eru sennilega hreinn skáldskapur, og þar með er ekkert eftir nema Kristnisaga og túlkanir síðari alda. Hitt er miklu meira áberandi: Heiðnir og kristnir bjuggu í ágætri grannasætt, voru eiginlega ekkert að abbast hvorir upp á aðra. Þetta verður spennandi í framhaldi Auðar (því það er óhugsandi annað en Vilborg fylgi sinni konu áfram). Þegar hún kemur til Íslands með kristna kelta og sest að í Dölum vestur þá veldur það engum árekstrum, og reyndar hefur mig lengi grunað að Dalamenn hafi verið tvítyngdir um þessar mundir og nokkuð jafn- vígir á norrænu og gelísku. Aldrei á Melkorka hin írska í neinum vandræðum með samskipti eftir að hún fer að tala og Ólafur sonur hennar er hraðmæltur á írsku þegar hann kemur til útlanda. Með þessu er ég vitanlega ekki að segja að trúarbragðadeilur hafi ekki komið fyrir víða um lönd. Vissulega rændu víkingar, brenndu og nauðguðu. En ég held samt að þeir víkingar sem fundust einir fimmtíu talsins í fjöldagröf í Waymouth á Englandi um daginn og höfðu verið hálshöggnir, hafi ekki verið líflátnir fyrir trú sína heldur bölvaðan yfirgang. Frá þessum fundi sagði með þessum orðum á vef Ríkisútvarpsins: Fornleifafræðingar frá Oxford telja að víkingarnir hafi verið teknir af lífi ein- hverntíma á árum 910 til 1030. Líklegast sé að þar hafi verið að verki heimamenn, Engilsaxar sem máttu þola miklar búsifjar vegna árása norrænna víkinga, sem að lokum leiddu til þess að Danakóngur náði yfirráðum á Englandi. Nú gæti Vilborg bent á að það er ekki alltaf víst hverrar þjóðar eða hvaða búsetu menn eru á þessum tíma, en strontíum í tönnum hinna höggnu bendir til Norðurlanda, kannski Svíþjóðar. Þetta voru sem sagt ribbaldar ekkert síður en íslensku útrásarvíkingarnir. En það verður fróðlegt að sjá hvernig Vilborg heldur áfram að endurskapa söguna í ljósi þeirra ákvarðana sem hún hefur tekið þegar. Málnotkun er ævinlega stórmál þegar skrifaðar eru sögulegar skáldsögur. Á einum punkti má ég til með að hæla Vilborgu sérstaklega: Þótt ég kunni ekkert fyrir mér í írskri og skoskri gelísku, finnst mér afskaplega sannfærandi þegar hún slettir þeim tungum. Hún gerir það bráðsmekklega og aldrei svo að lesandi sem ekkert skilur sé í nokkrum vandræðum. Hins vegar getur svo notkun móðurtungunnar ergt gamlan norrænufræð- ing. Til dæmis finnst mér ótrúlegt að lesa að „Úlfur kennir hana við hreinkýr sem bíður [ekki bíða] tarfsins“ (bls. 163). Í þolfalli heitir kýr kú í eintölu í íslensku ritmáli, ef ég veit rétt. Það er enginn vandi að gera svona mistök, en virðulegt forlag á að hafa lesara sem lagfæra. – Ég hef hrokkið við undanfarin ár þegar ég hef verið að lesa veftexta þar sem lítur út fyrir að óttinn við að festast á einsoginu, eins og það var einu sinni orðað, virðist hafa leitt til að menn eru fastir á lík-toginu. Í mínu máli er það sem er líkt einmitt ekki eins. Vilborg notar þetta „líkt og“ stundum ótæpilega og ég skil ekki hvers vegna. Er betra að skrifa „Gestrisni er helg skylda á Írlandi líkt og heima í Suðureyjum“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.