Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 135

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 135
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 2 135 Í stað þess að eignast raunverulegt líf með konu sem getur gert úr honum mann velur Karl að hverfa inní brúðuheimili fortíðarinnar, þar sem allt er fullkomið, eins og kemur fram í lýsingunni á deginum „sem það kom í ljós að Una var ólétt“: „Hann snaraðist út í bakarí að kaupa marsípanhorn handa henni og beyglu handa sjálfum sér og lagði sparibollana hennar Ástumömmu á borð úti á stóru svölunum“ (189) og sýnir henni svo litla barnapeysu sem mamma hans hafði prjónað, á dánarbeðinum. Það er ekki heiglum hent að henda svo marga þræði á lofti og halda (í það minnsta) tveimur misvísandi sögum gangandi. Sérstaklega í ljósi þess að ekk- ert er í raun endanlega afráðið, ekki frekar en með dauðu kærusturnar í „Haustverkum“; kannski er það hin fullkomna hamingja sem bíður Karls? Kannski felst hin fullkomna hamingja í að stíga inní dúkkuhúsið, loka á eftir sér og leggja sparibollana á borðið? En einmitt svona á ástarsagan að vera, líkt og sögur Austen valda enn deilum um hvað teljist hamingja og ‘góður’ endir þá krefur Góði elskhuginn lesanda um að fylgja eftir hinum ýmsu krókaleiðum textans sem er alger „kerfisruglari“, fokkar uppí öllu því sem við fyrstu sýn virðist við búið og neitar svo að skola á land einu einasta svari. Í leiðinni neyðist lesandi til að spegla sitt eigið líf í tilveru Karls Ástusonar – karlsins sem er sonur ástarinnar – og velta fyrir sér hver sé munurinn á ‘skorti’ eða því að ‘hafa’ eitthvað. Tilvísanir 1 Saga Austen, Pride and Prejudice, kom upphaflega út árið 1813. Rúmlega einni og hálfri öld síðar birtist hún í íslenskri þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur sem Hroki og hleypidómar, Reykja- vík, Mál og menning 1988, bls. 5. 2 Gunnþórunn Guðmundsdóttir, „Ást og tími“, á Bókmenntavef Borgarbókasafnsins, bok- menntir.is. 3 Speculum of the Other Woman, ensk þýð. Gillian G. Gill, Ithaca, New York, Cornell University Press 1985. (Speculum de l’autre femme 1974.) 4 Og hér er aftur hægt að sjá viðsnúning á kenningu Irigaray, en hér er það konan sem mótar manninn í sinni mynd, mynd sem hann svo þekkir ekki og gengst ekki við. 5 Augljóslega blandast kynjafræðileg sjónarmið inní þessi (tilbúnu) tengsl milli Hroka og hleypi- dóma og Góða elskhugans, en umræða femínista um hinn ‘góða’ endi snýr fyrst og fremst að stöðu konunnar í þessum hjónaböndum. Þó er ljóst að það má vel yfirfæra Karl að einhverju leyti yfir á svið konunnar, það er hann sem þjáist af ástarsorg, auk þess sem einnig hefur verið bent á að sumir karlanna, þá aðallega yngri bræður og aðrir arfleysingjar, eru í svipaðri stöðu og konan í verkum Austen. 6 Vinkona mín ein sagði: ég bara varð svo pirruð á þessu, þessi Una var algerlega litlaus og ómöguleg, hvernig gat maðurinn verið svona ástfanginn af henni? 7 Þröstur Helgason, ritdómur fluttur á RÚV, í þættinum Víðsjá á Rás 1, föstudaginn 20. nóvem- ber 2009. Sjá http://dagskra.ruv.is/vidsja/bokmenntagagnryni/godi_elskhuginn_23/, skoðað 090410. 8 Á hinn bóginn má líka halda því fram að höfnun fullnægingarinnar sé einmitt frestun á dauðanum, því fullnæging karla hefur verið nefnd ‘litli dauði’ með tilheyrandi tilvísunum um að feta sig nær dauðanum. Georges Bataille var mjög umhugað um fullnægingar (karla) í skrifum sínum og tengsl þeirra við dauða, sjá sérstaklega Tears of Eros, ensk þýð. Peter Connor,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.