Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Side 137

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Side 137
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 2 137 við Geirsbúð og svo meira eða minna flestir broddborgararnir sem eru vita- skuld á hjólum í kringum kónginn og reynir þar hver að ota sínum tota. Í því stjákli afhjúpast bæði hégómaskapur og minnimáttarkennd sem hafa víða almenna skírskotun. Helgi Ingólfsson hóf rithöfundarferil sinn með tveimur sögulegum skáldsög- um um Róm til forna, en skrifaði síðan nokkrar prýðilegar gamansögur úr Reykjavík samtímans. Sú fyrsta þeirra, Andsælis á auðnuhjólinu, um hinn sein- heppna kennara Jóhannes hefur notið mikilla vinsælda og eftir henni var gerð samnefnd kvikmynd á síðasta ári. Helgi starfar sem kennari í MR, og þekkir greinilega vel til sögu þeirrar stofnunar og húsakynna, eins og glöggt kemur fram í Þegar kóngur kom. Vel má reyndar ímynda sér að dagleg viðvera hans í sögu- frægu húsi Lærða skólans hafi beinlínis verið kveikja sögunnar eða einhverra atburða hennar. Til að mynda hefur þurft gagnkunnugan mann til að skrifa þátt- inn um húsvörðinn Jón Árnason þjóðsagnasafnara og kolakjallarann. Þegar kóngur kom er á yfirborðinu saga um glæp, en eftir því sem henni vindur fram skiptir morðið í upphafi sögu sífellt minna máli, en athyglin beinist þeim mun meira að barni hinnar stoltu en ógæfusömu Siggu tólf og meira er kynt undir spursmálinu um hver hafi verið barnsfaðirinn. Þessa fléttu notar Helgi til þess að draga upp mynd af mannlífinu í Reykjavík og er skemmst frá því að segja að sú mynd er í senn ótrúlega fjölhliða og trúverðug. Helgi hefur unnið heimildavinnu sína af mikilli gaumgæfni og komið auga á marga sniðuga atburði og smáatriði sem hann nýtir sem krydd í söguna og til þess að breikka mannlífsmyndina. Dæmi um slíkt er frásögnin af fallbyssu- slysinu í Öskjuhlíð sem Helgi tengir meginfléttu sögunnar. Alveg frá upphafi sögu grunar lesanda raunar að meira hangi á spýtunni en morðið á Siggu tólf, og Helgi ýtir lævíslega undir slíka tilfinningu. Samt tekst honum að koma lesanda á óvart í lokin – og nú er rétt að tala undir rós til þess að spilla ekki fyrir væntanlegum lesendum – og um þann snúning allan má segja, eins og um söguna í heild, að hann er bæði trúverðugur og skemmtilegur í sögulegu sam- hengi. En við þennan snúning breytist eðli frásagnarinnar; Þegar kóngur kom verður skáldsaga sem veltir upp spurningum um samspil tilviljana í sögulegu samhengi og hvernig sagan hefði orðið önnur ef örlögin hefðu hagað sumum hlutum öðruvísi. Um trúverðugleikann veldur mestu hvern höfundur velur til þess að segja söguna og vera í forgrunni hennar. Gömlu og sígildu bragði er þar beitt; hand- rit kemur í leitirnar, að þessu sinni gamalt handrit úr Vesturheimi, þar sem leynist frásögn Móritzar Halldórssonar læknis af atburðum sem urðu árið sem hann varð stúdent, konungskomuárið 1874. Eitt margra atriða sem gera Móritz stúdentsefni að hentugum sögumanni er faðir hans, Halldór Kr. Friðriksson yfirkennari sem kemur mjög við sögu. Halldór var alla tíð nátengdur Sóma Íslands, studdi hann gegnum þykkt og þunnt, og stóð að öðru leyti nokkurn veginn eins hátt á strái í íslensku samfélagi á þessum tíma og hægt var að komast, var til dæmis í forsvari fyrir undirbúning konungskomunnar. Halldór virðist hafa verið sérkennilegur maður, var sagður heldur þurrpumpulegur og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.