Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 27
„ h a r ð u r k i r k j u b e k k u r“ TMM 2013 · 4 27 af mánasilfri sett sólstöfum með tifandi vísum löðrandi í daggardropum Hortugi þátturinn – sem stundum má kallast gróteskur – blasir ekki beinlínis við í þessu ljóði. Hann rís einkum í krafti tveggja fyrirbæra: annars vegar orðsins tíðir – sem kalla mætti samræðuorð með skírskotun til hug- mynda Bakhtíns3 – og hins vegar hugtakslíkingar sem mönnum er töm, þ.e. mannslíkaminn er vél. Gróteskan er með öðrum orðum látin kvikna í huga lesenda sem vita að orðið „tíðir“ má jafnt hafa um ,stundir dagsins‘ sem ,háttbundna starfsemi kvenlíkama í barneign‘, og eru að auki vanir orðalagi eins og „Gangverkið í skrokknum á mér er byrjað að gefa sig“ eða hafa séð í verslunum það sem nefna mætti óléttu-tifara (e. pregnancy ticker). Niður- staðan verður auðvitað sú að fágaðar myndir, ljóðræna og angurværð textans kunna ekki bara að virkja ímyndunarafl lesenda í umhugsun um tengsl kvenlíkamans og göngu himintungla („kvenúr fornt/af mánasilfri“) eða ýta við annarri hugtakslíkingu í kolli þeirra eins og ævitíð er dagur – frá sólar- upprás til sólarlags („sett sólstöfum […] /löðrandi í daggardropum“). Þau geta líka áreitt skynjun lesanda, vakið upp lykt og ýtt undir ónotatilfinningu af klístrugum úrgangi, blóði, hrörnun og dauða svo að upp rísi hrottalegar andstæður og árekstrar sem skella á vitundinni. Það er naumast hending að einmitt þetta fínlega ljóð er valið á kápu bókarinnar, – en ekki önnur, opinskárri í grótesku sinni. Penheitin ríkja víða. Thomas Mann sagði strax á þriðja áratug 20. aldar að gróteskan væri „hinn eiginlegi andborgaralegi stíll“.4 Og það á sennilega við í stórum dráttum enn þó að vestræn samfélög hafi tekið stakkaskiptum síðan á dögum Weimarlýðveldisins þýska. En birtingarmyndir gróteskunnar eru ýmsar og henni hefur verið lýst á mismunandi hátt. Er þá skemmst að minnast Wolfgangs Kayser og Mikhails Bakhtín. Líta má á þá tvo sem andstæða póla í skilningi á hlutverki gróteskunnar: Kayser telur að gróteskan veki með hryllingi þá skynjun í við- takendum sínum að heimurinn sé þeim framandi, en Bakhtín er talsmaður þess viðhorfs að endurnýjandi umbrot séu megineinkenni hins gróteska − hinn gróteski líkami sé í sífelldri sköpun og op hans öll og starfsemi útmái mörk líkama og heims.5 Ljóð Halldóru standa nær sýn Bakhtíns en vilji maður skýra hvernig hún vinnur með tengsl líkama og hugar virðist stundum nærtækara að sækja til hugrænna fræða en Bakhtíns, sbr. hugtaks- líkingarnar sem ég nefndi fyrr. III Á áratugunum kringum síðustu aldamót einkenndi hin „sæluríka fylgispekt“ Íslendinga sem aldrei fyrr.6 Það kom ekki aðeins fram í því hve þeir treystu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.