Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 35
E i t u r
TMM 2013 · 4 35
það nú annars má kalla sem hún leggur stund á klukkutímum og dögum
saman.
Rich átti þetta hús. Hann hafði keypt það þegar hann bjó með fyrri
eiginkonu sinni, Bett. Því hafði verið ætlað að vera dvalarstaður um helgar
og standa lokað yfir veturinn. Tvö lítil svefnherbergi, eldhúskrókur. Var í
innan við eins kílómetra fjarlægð frá þorpinu. En svo hafði Rich byrjað að
vinna við húsið, náði tökum á smíðunum, bætti við álmu undir tvö svefn-
herbergi í viðbót og baðherbergi, og annarri álmu undir vinnuherbergið
sitt, en breytti þeim hluta sem var upphaflega húsið í opið rými sem rúmaði
stofu, borðstofu og eldhús. Bett fékk smám saman áhuga á þessu en í byrjun
hafði hún ekkert skilið í því hvers vegna hann keypti þetta hreysi. Endur-
bætur á húsnæði vöktu hins vegar alltaf áhuga hennar og hún keypti sér líka
smíðasvuntu eins og hann átti og setti hana á sig. Hún þurfti eitthvað til að
sökkva sér niður í eftir að hafa lokið við matreiðslubók og gefið hana út en
það verkefni hafði staðið yfir í mörg ár. Þau áttu engin börn.
En á sama tíma og Bett var að segja fólki frá því að nú hefði hún fundið sér
nýtt viðfangsefni í lífinu, sem handlangari hjá smiði, og að þetta hefði fært
þau Rich nær hvort öðru, var Rich orðinn ástfanginn af Nitu. Hún vann í
nemendaskránni í háskólanum þar sem hann kenndi miðaldabókmenntir.
Þegar þau elskuðust í fyrsta skipti var það innan um flísar og tréspæni
í því sem átti eftir að verða aðalvistarvera hússins með sínu bogadregna
lofti – þetta gerðist eina helgi þegar Bett var burtu í borginni. Nita skildi
sólgleraugun sín eftir þarna, en ekki af ásetningi þó að Bett, sem aldrei
gleymdi neinu, tryði því ekki. Eins og við var að búast urðu mikil læti um
hríð, grátur og gnístran tanna, og þetta endaði með því að Bett flutti til
Kaliforníu, síðan Arizona; Nita sagði upp starfi sínu á nemendaskránni að
ráði þeirra sem þar réðu, og Rich missti af deildarstjórastöðu. Hann fór á
eftirlaun snemma og seldi húsið sem hann átti í borginni. Nita fékk ekki
að eiga litlu smíðasvuntuna en hún las bækurnar sínar glöð mitt í allri
óreiðunni og framkvæmdunum, eldaði frumstæðar máltíðir á hellu og fór
í langar skoðunarferðir um nágrennið og kom til baka með tígurliljur og
villigulrætur sem hún setti í tómar málningardollur. Eftir að hún og Rich
voru búin að koma sér fyrir blygðaðist hún sín dálítið fyrir hve hnökralaust
hún hafði leikið hlutverk yngri konunnar, káta hjónadjöfulsins, hláturmildu
og liðugu ungmeyjarinnar. Í rauninni var hún frekar alvörugefin, klaufaleg
í hreyfingum og óörugg með sig. Hún vissi ekki bara nöfn allra Englands-
konunga heldur drottninganna líka og gat rakið 30 ára stríðið afturábak, en
hún var feimin við að dansa fyrir framan aðra og hefði aldrei getað staðið
uppi í vinnutröppu eins og Bett lagði á sig að gera.
Öðrum megin við húsið stóðu sítrustré í röð en járnbrautarteinarnir lágu
hinum megin. Lestaumferðin hafði aldrei verið mikil og núna fóru aðeins
um það bil tvær lestir þarna í gegn á mánuði. Illgresið dafnaði í kringum
teinana. Einu sinni þegar Nita var að nálgast breytingaskeiðið hafði hún