Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 116
116 TMM 2013 · 4 Jón Yngvi Jóhannsson Dirfska Eiríkur Örn Norðdahl: Illska. Mál og menning 2012 Eiríkur Örn Norðdahl er með ritglaðari mönnum og hann getur brugðið sér í ýmis gervi. Við þekkjum hann sem til- raunaljóðskáld sem hefur látið reyna á möguleika ljóðformsins á prenti, á skjá og á sviði, ljóðaþýðingar hans fylla stóra bók og meira til, hann hefur skrifað fjölda ritgerða um bókmenntir, stjórn- mál og höfundarétt, skáldsögur hans eru orðnar fjórar og samkvæmt síðustu fréttum hyggur hann enn á landvinn- inga, nú sem matreiðslubókahöfundur því Stóra plokkfiskbókin mun væntan- leg frá hans hendi á næstu misserum. Það má hæglega sjá nýjustu skáldsögu Eiríks, Illsku, sem einhvers konar niður- stöðu af því sem hann hefur fengist við hingað til. Þar má finna þræði sem tengjast ljóðagerð Eiríks, ritgerðahöf- undurinn Eiríkur birtist þar víða og það er ekki laust við að Eiríkur kinki kolli til fyrri skáldsagna sinna á stöku stað í Illsku. Illska segir frá Agnesi Lukauskaite og ástmönnum hennar, íslenskufræðingn- um Ómari og sagnfræðingnum og nas- istanum Arnóri. Foreldrar Agnesar eru frá Litháen en sjálf fæðist hún á Íslandi árið 1979, áður en fólk frá Austur-Evr- ópu tók að flytjast til Íslands að nokkru ráði. Hún er gagntekin af helförinni og síðari heimsstyrjöldinni og skyldi engan undra. Hún er ættuð frá smábænum Jurbarkas í Litháen, afkomandi annars vegar gyðinga sem voru myrtir af heimamönnum og þýskum hermönnum og hins vegar eins böðlanna sem tóku þátt í fjöldamorðunum. Í Illsku eru sögur Agnesar, Ómars og Arnórs í nútímanum sagðar um leið og lesandinn fræðist um forfeður Agnesar. En Illska er snúin úr fleiri þráðum en þessum tveimur, þar er undir Íslandssaga síð- ustu áratuga og mannkynssaga síðustu hundrað ára, enda eru orðin „Skrið- þungi mannkynssögunnar“ stef sem gengur í gegnum alla bókina. Hér ætla ég að velta Illsku fyrir mér frá nokkrum sjónarhornum. Ég læt það þó mæta afgangi að fjalla um erindi bókarinnar, um illskuna sjálfa, hvað sagan getur sagt okkur um hana, hvaða spurningar hún vekur og hverjum hún svarar. Þess í stað langar mig að hlýða eigin fyrirmælum til saklausra háskóla- nema af ýmsum þjóðernum og greina ekki fyrst og fremst hvað Illska fjallar um, heldur hvernig hún gerir það. Hver segir frá? Sögumaður Illsku tekur á sig ýmsar birtingarmyndir. Hann segir frá, veltir vöngum, predikar og leikur sér. Hann virðist sjá í gegnum holt og hæðir, er alvitur sögumaður sem sér í huga flestra persóna sögunnar, jafnvel hins ómálga Snorra. Hann á sér margar raddir, talar í fyrstu persónu fyrir hönd Ómars og textans sjálfs, í þriðju persónu þegar hann segir frá alla jafna og í annarri persónu þegar hann lýsir fæðingu og fyrstu skrefum Snorra á þroskabraut- inni. Margröddunin er eitt af meginein- kennum Illsku. Hún einkennir alla byggingu bókarinnar þar sem skiptast á D ó m a r u m b æ k u r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.