Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 139

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 139
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2013 · 4 139 tengslum við teikningu og vatnslitamál- un, sem aftur tengist viðfangsefni mál- arans, að mála eða teikna tré: „Mér finnst stundum eitthvað annarlegt við að teikna tré á það sem einusinni var líka tré – þennan hvíta pappír. Í því er einhver óskiljanleg mótsögn, einsog reyndar í allri list.“5 Sú staðreynd að rithöfundurinn notar ritvél við að skrifa skáldsöguna dregur einmitt líka fram samband skáldskapar- ins við efnislegt form hans á pappírnum. Hin árangurslitla glíma við skáldsög- una, með ritvélina að vopni, er svo bein- línis raungerð með því að blekið í ritvélar borðanum er orðið afar dauft strax í upphafi sögunnar, auk þess sem eitthvað ólag er á bókstafnum b. Og til að bæta gráu ofan á svart, eða öllu held- ur hvítu ofan á grátt, virðist ómögulegt fyrir rithöfundinn að nálgast nýjan borða í ritvélina. Skáldsagnagerðin er því ekki aðeins erfið með tilliti til við- fangsefnisins heldur einnig með tilliti til sjálfrar ritunaraðferðarinnar. Eftir því sem skrifin þokast áfram dofnar borð- inn í ritvélinni uns letrið verður vart sýnilegt. Þetta virðist ekki trufla rithöf- undinn: „Letrið verður sífelt daufara. Bráðum verða stafirnir ósýnilegir, og þá er ég búinn að ná fullkomnun í ritlist- inni“ (bls. 41). Lesandinn fær auk þess sterka til- finningu fyrir því að verkefnið sé dauðadæmt frá upphafi enda gefur rit- höfundurinn það í skyn á margvíslegan hátt, „ég held að þetta verði ekki skemmtileg bók. Ef ég væri lesandi mundi ég varla nenna að lesa hana“ (bls. 95). Skrifin ganga út á eitthvað allt annað en að ljúka bókinni og gefa hana út. Þau stafa af einhverri annarri þörf – innri þörf. Þetta sést bæði á því hve litlu það skiptir hann þótt orðin hætti að vera greinileg á pappírnum en einnig í samskiptum hans við útgefanda sinn: „Útgefandinn minn hringir og spyr hvort ég sé alveg ákveðinn að vera ekki með bók. Ekki veit ég hvernig honum dettur í hug að spyrja svona, á miðju hausti. Ég segist vera harðákveðinn“ (bls. 94). Hér er enn vert að draga fram ákveðin líkindi með Sandárbókinni því sú sköpun sem málarinn ástundar, að mála og teikna tré, er af svipuðum meiði: „Ekki veit ég afhverju ég mála svona núna. Ég ætla ekki einusinni að selja þessar myndir eða sýna, svo ég þarf ekki þessvegna að mála stillimyndir úr náttúrunni. Mig langar einfaldlega bara til að mála svona. Í fyrsta sinn í mörg ár þykir mér aftur skemmtilegt að mála.“6 Og þótt ekki sé hægt að segja að rithöf- undurinn í Suðurglugganum hafi ánægju af því að skrifa skáldsöguna eru aðrir textar sem koma til hans áreynslu- laust: „Hef ekki reynt að yrkja ljóð í tuttugu ár. Allt í einu koma fáein orð úr þeirri deild. Ég þekki þau strax þegar þau birtast, þau raða sér öðruvísi saman en orð í sögu“ (bls. 12). Listin sprettur ævinlega fram í frjóum huga en þegar listamanninum er sett fyrir að framleiða markaðsvöru er eins og hún deyi í höndunum á honum. Þótt ljóðin séu sjálfsprottin (ólíkt stritinu við skáldsöguna), á svipaðan hátt og trjáteikningar málarans, eru þau sama marki brennd og aðrir textar sem skrifaðir eru í verkinu; þeim er tæpast ætlað að komast í tæri við lesendur. Reyndar er það svo að engir textar sem skrifaðir eru í verkinu komast nokkurn- tímann í tæri við lesendur. Skáldsagan sem rithöfundurinn vinnur að hverfur smátt og smátt inn í hvítan pappírinn, af þeim sökum má efast um að hún komi nokkurntímann út, og raunar gefur höfundurinn sjálfur það í skyn. Bréf sem hann skrifar konunni sem er honum þó ofarlega í huga eru aldrei póstlögð, því þótt rithöfundurinn aki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.