Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 61
Þ j ó ð a r s á l i n í k j ö l fa r f j á r m á l a h r u n s TMM 2013 · 4 61 bankastjórnenda. Á hinn bóginn eru þau líklega einnig mörg sem kepptu að of hraðri eignamyndun með óraunhæfri lántöku. Þannig freistuðu þau þess að eignast sína hlutdeild í „góðærinu“. Mörg fórnarlamba Hrunsins eru því einnig virkir gerendur í ferlinu sem leiddi til þess þó með öðrum hætti sé en þegar um aðalleikendurna á fjármálasviðinu er að ræða. Loks vorum við fjölmörg gripin af hugarfari þenslunnar og „góðærisins“, tókum þátt í dans- inum kringum gullkálfinn, án þess að hafa af því beinan hagnað eða bíða af því verulegt efnahagslegt tjón. Við berum líka okkar ábyrgð. Hér er á það bent að þenslan, „góðærið“ og Hrunið var altækur félagslegur veruleiki á Íslandi sem við verðum öll að hugsa okkur inn í og greina gagn- rýnið og af heilum huga hvert okkar hlutverk hafi verið í þeirri atburðarás sem kom okkur á þann stað sem við dveljum vissulega enn á og líkja má við efnahagslega herleiðingu. Í framhaldinu ber svo að spyrja hvert okkar hlut- verk sé í því endurreisnarferli sem nú stendur yfir og er ætlað að leiða okkur inn til þess fyrirheitna lands sem „nýja Ísland“ var í augum margra okkar árið 2010. – Þetta altæka sjónarhorn er e.t.v. eitt helsta einkenni guðfræði- legrar greiningar á Hruninu og uppbyggingunni í kjölfar þess. Lokaorð Hér hefur verið gerð tilraun til að skoða Hrunið, aðdraganda þess og afleiðingar með hjálp guðfræðilegra lykilsagna, -hugtaka og –túlkunar- líkana. Nú er það hlutverk lesenda að vega og meta hvort verkfæri guðfræð- innar séu að einhverju leyti nothæf í veraldlegu, samfélagslegu samhengi í upphafi 21. aldar án þess að þær trúarlegu forsendur sem búa kunna að baki hinni guðfræðilegu greiningu séu endilega viðurkenndar. Í fjölhyggjuum- hverfi er mikilvægt að guðfræðin sé þannig opin fyrir utanaðkomandi, intersúbjektívri prófun. Hvatt skal til að henni sé beitt á þennan texta. Á fundi Vísindafélagsins var nokkuð rætt um þá vegferð sem framundan væri í áframhaldandi uppbyggingarstarfi eftir Hrun. M.a. var spurt hvort þróunin yrði sjálfkrafa sú að þjóðin næði sér á strik í efnahagslegu til- liti á einhverju ára bili t.d. með réttum ákvörðunum í ríkisfjármálum og aðgerðum í atvinnumálum. Þeirri spurningu má eflaust svara játandi. Áföll á borð við það sem við gengum í gegnum eru ekki einsdæmi, þau ganga yfir og munu endurtaka sig. Það sérstæða við Hrunið á Íslandi 2008 er e.t.v. aðeins hversu háar fjárhæðir töpuðust miðað við smæð hagkerfisins. Þar kann heimsmetaþyrst þjóð að eignast sérstöðu sem standa mun um einhvern tíma. Hún getur þó tæpast verið stolt af henni eða notað hana í ímyndarsmíð sína með uppbyggilegum hætti. Ljóst er að Hrunið, aðdragandi þess og eftirleikur hafa afhjúpað ýmsa þætti í fari okkar sem þjóðar. Við erum þjóð sem sækist eftir skjótfengnum gróða, veraldlegum gæðum og tæknilegum lausnum hvort sem þær eru lögfræðilegs eða hagfræðilegs eðlis. Við bregðumst við utanaðkomandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.